Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 73
71
stór. Dæmi: Hús með kjallara undir, ein hæð og port og svo ris.
Kjallarinn stór og dýr með miðstöðvarofni og nokkrum geymslu-
klefum, á hæðinni 4—5 herbergi og eldhús, og svo 3—4 herbergi
uppi á lofti. 1 einu slíku húsi veit ég til, að ekki býr annað fólk en
bóndinn og ráðskona hans, sem ekki munu nota nema tvö herbergi
og eldhúsið. Fólkið er að verða svo fátt í sveitunum: húsráðandi,
kona eða ráðskona, máske nokkur börn um eða innan við fermingn,
og í stöku tilfelli eitt gamalmenni. Vinnandi fólk óvíða nema hús-
bændur — kaupgjaldið of hátt og lífið dauflegt. Húsin standa hálf-
tóm og mæna yfir mýraflákana, eins og þau séu að spyrja, hvaða
meining' sé í að láta þau verða til. Miðstöð er í hverju húsi, en sjaldan
í hana lagt, að minnsta kosti ekki neitt, sem verulega hitar, því að
kol, flutt upp i sveit, eru flestum of dýr. Taðið verður að fara á
túnin, skógarviður er ekki til, og mórinn slæmur og blautur. Líka
er hætt við, að gleymist að skrúfa frá ofnunum, svo að vatnið renni
úr þeim, þegar frost er í aðsigi, og þá springur allt saman, og er ó-
nothæft þann veturinn. Ég get þessa vegna þess, að kuldinn í þessum
hálfröku steinhúsum getur verið hættulegur heilsu manna. Ég sagði,
að húsin væru óhentug. Auk erfiðleika að halda hreinni stærri íbúð
en maður þarf, er það bagalegt fyrir húsmæður að þurfa að rása upp
og ofan stiga — kannske tvo — milli íbúðar, eldhúss og geymslu, •—
ég tala ekki um, ef þær eru þungaðar eða með barn á handlegg.
Kona kom nýlega til mín með stokkbólgna fætur. Hún hafði verið svo
heppin að geta leigt húsmennskumanni með lítilli fjölskyldu aðalhæð
hússins. Sjálf bjó hún með manni sínum uppi á lofti, ásamt tveim
börnum, í hæfilegu íbúðarplássi, en eldhúsið var niðri í kjallara
eins og gengur, og hún varð að hlaupa upp og ofan 2 stiga mjög oft
á dag. Ég álít, að íbúðin eigi að vera öll á sömu hæð, og stór þarf
hún ekki að vera á smærri jörðunum. Kjallarinn þarf ekki að vera
nema lítil hola undir einhverju horninu, ef vel hagar til. Skúr má
hafa eða skemmu til geymslu, jafnvel byggða úr torfi og grjóti eins
og í gamla daga, og miðstöð þarf óvíða, aðeins einn góðan ofn. Það
virðist blóðugt að festa peninga í stórum húsum á víð og dreif úti
um sveitir og dali, ábúendum til byrði eða falls og jafnvel heilsu-
spillis, og þjóðinni jafnvel til stórtjóns. Því að peningarnir verða
nú ekki aftur teknir, og helzt lítur út fvrir, að fólkið vilji þoka sér
saman, hafa litið um sig og njóta þeirra þæginda, sem nútíminn hefir
á boðstólum. Finnst mér eðillegast, að smá sveitaþorp með smáum
húsum, görðum og túnblettum verði úrræðið að sinni, og gæti þá svo
farið, að steinhúsin í afdölum yrðu að sjá á bak síðustu íbúunum.
Flateyjar. Húsakynni eru hér heldur í lakara lagi og illa við haldið
vegna efnaskorts. Vatnsból ekki góð. Á því er þó ekki auðvelt að ráða
bætur.
Bíldudals. Húsabætur eru þær helztar, að í Bíldudal var reist 1
Htið íbúðarhús úr timbri. í Dalahreppi var reist lítið skólahús fyrir
börn í Hvestu. Er það hús lýst með rafmagni. Þá hafa Dalamenn
reist stórt og vandað sláturhús með viðfestu vörugeymsluhúsi í
Bakka. Það hús er úr steinsteypu.