Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 71
voru 22 sængurkonur. Hún aðstoðaði Pétur lækni Jónsson í 29 skipti
við hálsaðgerðir. Loks og ekki sízt var hún daglega í barnaskólanum,
hæði til aðstoðar skólalækninum og til að fylgjast með heilsufari
og þrifum barnanna, og aðstoða kennarana við að skammta börnun-
um mjólk og lýsi á morgnana. 1 105 skipti var sjúkrabifreiðin notuð
til að flytja sjúklinga til sjúkrahússins og heilsuhælisins eða þaðan
til heimila sjúklinga. Komið hefir fyrir, að bifreiðin hafi farið til
Húsavíkur, Mývatnssveitar og Svarfaðardals, en annars aðallega inn-
anhéraðs. Síðastliðið ár urðu tekjur Rauðakrossdeildar Akureyrar
samtals kr. 2936,97, en gjöld sama ár kr. 2954,26. Eins og undan-
farin síðustu ár naut deildin 1000 króna styrks úr bæjarsjóði Akur-
eyrarkaupstaðar og kr. 500 frá ríkissjóði. Meðlimir eru nú 107, og er
sú tala lík því, sem verið hefir lengi.
Kvenfélag Fnjóskdæla í Hálshreppi hélt hjúkrunarstúlku á árinu
með kr. 150.00 árskaupi. Hjúkrunargjald á sumri var kr. 2,00, á vori
og hausti kr. 1,00 og á vetri kr. 0,50.
Höfðahverfis. Hjúkrunarfélagið Hlín hefir lítið starfað á árinu og
ekki haft neina hjúkrunarstúlku, en stutt einstaka sjúkling með fé.
Seyðisfj. Sjúkrasamlagið starfaði á sama hátt og áður, og eykst með
ári hverju skilningur fólks á nytsemi þess. Bæjarhjúkrunarkonu
vantar oft tilfinnanlega, og hefir því máli lítilsháttar verið hreyft.
C. Rannsóknarstofa Háskólans.
Prófessor Níels Dungal hefir gefið eftirfarandi skýrslu um störf
hennar á árinu 1934:
Berklaveiki (litun eða ræktun
á bac. Tbc.): Jákvæð Neikvæð Samtals
Hrákar 113 769 882
Þvag 20 135 155
Mænuvökvi 2 4 6
Pleura, hein & liðir . 4 10 14
augaveiki:
Widalspróf 5 (2 Para B) 49 54
Ræktun úr blóði . . . 1 30 31
— saur . . . 3 (2 Para B) 41 44
— þvagi 4 (1 Para B) 35 39
e k a n d i 158 499 657
y p h i I i s :
Sigmapróf í blóði . .. 30 16 46
Kahnspróf í blóði . . 84 351 435
í mænuvökva 9 59 68
arnaveiki (ræktun úr koki &
nefi) 2 10 12
Actinomycosis 1 1
Lepra 1 1
Angina Vincenti .... 4 4
nisar rannsóknir (aðall. vefjaranns.) 643
Samtals 3092