Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 92
90
Hér fara á eftir skýrslur héraðslæknanna um þessi óþrif:
Hafnarfj. Hefir orðið vart í einu húsi utan við bæinn. Var Trausti
Ólafsson fenginn til að útrýma henni, og veit ég ekki annað en að
það hafi tekizt vel, því að mér hafa ekki borizt kvartanir í langan
tíma.
Skipaskaga. Hvergi í héraðinu er okkur læknum kunnugt um, að
borið hafi á veggjalús, kakerlökum eða öðrum þess háttar óþrifum
í húsum.
Borgarfj. Veggjalús eða annað af því tagi veit ég ekki til, að fyrir-
finnist í héraðinu.
Borgarnes. Ég veit ekki af veggjalús, kakerlökum eða þess háttar
óþrifum í húsum og held, að það sé ekki til muna.
Ólafsvíkur. Ekki mun hafa orðið vart við veggjalús eða kakerlaka
í héraðinu.
Dala. Veggjalús, kakerlakar eða önnur þess háttar óþrif í húsum
mun ekki fyrirfinnast hér í héraði. Hins vegar munu nærri öll sveita-
heimili vera krök af fló, og sum svo mjög, að varla er þar vært öðrum
en þeini, sem þeirri skepnu eru sérlega vanir.
Flategjar. Veggjalúsar hefir aldrei orðið vart í héraðinu. Kaker-
lakar hafa aðeins einu sinni borizt hér á land með dóti (úr Esju).
Voru eyðilagðir undir eins áður en þeir koniu í hús. Hefir ekki orðið
vart síðan.
Bíldudals. Fyrir mörgum árum voru veggjalýs í 2 húsum, í Botni
í Geirþjófsfirði og Hóli í Dalahreppi. Var álitið, að þær hefðu borizt
þangað með timbri úr erlendu skipi, er strandað hafði i Arnar-
firði. Þessum vegg'jalúsum mun hafa verið útrýmt með brenni-
steinssvælu. Að minnsta kosti hefi ég ekki heyrt á þær minnst nú í
mörg ár. Kakerlakar hafa borizt hingað í 1 hús, Bræðraminni í Bíldu-
dal, og var mjög mikið af þeiin um tíma. Er álitið, að þeir hafi borizt
þangað fj'rir tveimur árum með fjölskyldu úr Reykjavík. En fólkið
kom hingað með Esjunni. Hvort kakerlakarnir hafa komið úr Esj-
unni eða einhverju húsi í Reykjavík, veit ég ekki. Síðastliðið haust
var fengið meðal (hvítt duft) í Reykjavík, sem stráð var í rifur og
afkima. Er mér sagt, að kakerlakarnir séu nú að mestu Ieyti horfnir.
Þingegrar. Veggjalús barst í héraðið með norskum halveiðamönn-
um, er höfðu aðsetur í Framnesi í Mýrahreppi. Hvenær fyrst fór að
bera á henni, er mér eigi kunnugt nákvæmlega. Hvalveiðastöðin
var lögð niður fyrir 30 árum. Eru því að minnsta kosti 30 ár síðan
veggjalúsin hélt innreið sína í héraðið. Skýrslur bænda gefa í skyn,
að hún hafi verið koinin fyrir 40 árum á suma bæi. Fyrir rúmum
20 árum var mér kunnugt um 3 heimili, er hún var á. Síðan hefir hún
verið að smábreiðast út, bæ frá bæ, en farið furðu hægt yfir. Til þess
að fá sem nákvæmasta vitneskju um ástandið, eins og það er nú,
hefi ég beðið um umsögn bænda í Mýrahreppi. Þessir hafa svarað:
Jónas Valdimarsson, Brekku hjá Núpi. Veggjalúsar varð fyrst vart 1929. Var
byrjað á útrýmingu 1932 með fjárbaði, burstaðir allir viðir og skorður. Jafnframt
skordýraduft. Síðan í haust hefir eigi borið á henni. Virðist útrýmt.