Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 46
44
Öxnrfj. Erysipeloid fá menn oft við sláturstörf, en þó oftar af að
hrufla sig á fiskbeini.
9. Granuloma.
Skipaskaga. Nokkur tilfelli af granuloma koinu fyrir í sláturtíð-
inni, eins og vrant er.
Borgarfj. Granuloma: 6 tilfelli í okt.—nóv.
Öxarfj. Granuloma er algengt. Batnar ekki við lofuð smyrsli, svo að
ég er stundum að halda, að ég hafi mitt sérstaka granuloma — eða
þá ekki granuloma — að fást við. Batnar við að tæta það með vítis-
steini og stundum við tóma inscisio. Jafnan greinilegur bragur infec-
tionar, oft lymphangitisvottur. Maður kom í haust með seigharðan
hnút í lófa, ívið rauðan, heitan. Önot komin frá rauðum taumum upp
í handlegg. Hafði dregið hníflótt lamb og rispazt á stiklinum lítillega.
Síðan smáóx hnútur, en maðurinn vann, unz svona var komið. í sigg-
þykkum lófanum hélt ég þetta eins vel ígerð og skar í. Þá kom í Ijós
þessi slepjulegi, blárauði vefur, sem lítið blæðir úr, en vilsar úr ofur-
lítið seröst, mógult exsudat. Þarna batnaði við skurðinn einn. Má
vera, að sé meira en einskonar l'jandskapur í kindarhorni, en til kinda
rek ég þetta tíðast eins og aðrir.
Keflavíkur. 1 granulomatilfelli á árinu.
10. Melæna neonatorum.
Norðfj. Á nýfæddu barni var morguninn eftir að það fæddist tekið
eftir blóðlifur í munni þess, og komu fleiri lifrar út úr því, er því var
velt við. Skömmu seinna ruddist mikið af dökku hlóði niður af því.
Var gefið gelatin. sterilisat. undir húð. Aftur gekk blóð niður af því
3—4 tímum seinna — þynnra. En 4 tímum seinna kom blóð, en ekk-
ert eftir það. Virtist þetta ekki hafa svo mikil áhrif á drenginn, og'
náði hann sér fljótt.
11. Morbus Basedowi.
Ö.varfj. Þrjár, ef til vill fjórar konur, komu með þenna sjúkdóm á
árinu, en aðeins ein áður í minni tíð.
12. Oxvuriasis.
Skipaskaga. Oxyuriasis virðist ekki vera mjög algengur kvilli.
13. Panaritia.
Skipaskaga. Fingurmein voru ekki mjög tíð á þessu ári. Aðeins 3
nokkuð illkynjuð.
14. Rachitis.
Dala. 1 nýtt tilfelli af beinkröm á þessu ári, telpa á 2. ári. .
Blönduós. Verulega rachilis hefi ég ekki rekið mig á, en jió sér
maður við skólaskoðunina ýms gömul, væg einkenni af D-fjörefna-
skorti á brjósthylki og tönnum, og það upp til sveita.
Vestmannaegja. Veikin stingur sér niður, en aðeins örsjaldan svo
að veruleg brögð séu að. Með lýsi, vigantol og hentugu mataræði eru
mæðrum gefin ráð til að fyrirhyggja veikina eða draga úr henni.
15. Rheumatismus musculorum.
Hafnarfj. Gigt er mjög tíður sjúkdómur hér.