Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 59
57
merkilegt, hve mjög hugsunarháttur ahnennings getur breytzt á ör-
fáum árum.
Mýrdnls. Ein kona meö placenta praevia. Fyrir 3 árum kom fyrir
samskonar tilfelli hjá sömu konu.
Gvímsncs. Tvisvar var mín vitjað vegna abortus. — í fyrra skiptið
var urn að ræða primipara urn fertugt, mens. III. Byrjaði nreð ákafri
blæðingu. Svæfði ég hana og gerði evacuatio uteri et abrasio. Stöðv-
aðist blæðingin samstundis. Var konan orðin mjög blóðlaus (30%).
Náði hún sér furðanlega l'ljótt eftir að hafa tekið járn- og lifrar-
lyf nokkurn tíma. í hinu tilfellinu þurfti ekki neinna aðgerða við.
Abortus provocatus hefir ekki verið gerður á árinu, en hefi þó nokkr-
um sinnum fengið tilmæli um það, einkum eftir að nýju lögin um
takmörkun barneigna komu fram. Hafa auðsjáanlega verið misskilin
nokkuð.
Keflavíkur. í skýrslum yfirsetukvenna er ekki getið um fósturlát,
en læknir hafði eitt til meðferðar. Fer í vöxt að biðja um deyfingu
við fæðingu, og illt að komast undan þvi.
V. Slysfarir.
Af slysförum hafa látizt á árinu 67, þar af 12 sjálfsmorð, og er
miklu minna en á fyrra ári (1933: 128 og 16, 1932: 57 og 4, 1931:
63 og 6, 1930: 94 og 7, 1929: 69 og 7).
Um slys láta læknar þessa getið:
Hafnarfj. Slys og meiðsli eru nokkur, en minni en ætla inætti í svo
fjölmennum bæ ineð jafnmikilli bifreiðaumferð sem hér er í Hafnar-
firði.
Skipaskaga. Fract. cruris 1, costae 4, radii 2. Vuln. contus. 16,
incis. 26, punct. 2, cæs. 2, dilacerat. 1.
Borgarfj. Slys 57, flest smá. Fract. claviculae 3, costae 6, radii 1,
cruris 1, fibulae 1. Lux. humeri 1. Ambustiones 6. Vulnera 19. Önnur
nieiðsli (distorsiones, contusiones etc.) 19.
Borgarnes. Engin stórslys.
Dala. Fract. costae 4, radii 2. Contusiones 4. Distorsiones 2. Com-
motio cerebri 2. Vuln. contus. 4, incis. 2, punct. 1, sclopetar. 1.
Beykhóla. Engar meiriháttar slysfarir á árinu.
Bíldudals. Fract. costae 1. Combustiones 4. Contusiones 9. Vuln.
caes. 3, punct. 1, sclopetar. 1, contus. 2, sect. 3.
Flateyrar. Af slysförum hafa þrír menn látizt á árinu. Þeir urðu
fyrir snjóflóði, er hljóp með þá í sjó fram og drekkti þeim. Þetta
voru allt ungir og hraustir menn. Af öðrum slysförum er helzt að
telja: Lux. humeri 2, Fract. radii 2, claviculae 1, antibrachii 1.
Ögur. Vuln. incis 5. Combustiones 4.
Drengur, 8 ára gamall, var fluttur hingað með 9 daga gamla lux.
c°xae og hitavellu. Móðirin hugði, að aðeins hefði verið um slæmt
8