Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 146
144
Það er því engin trygging fyrir því, að þeir sem einu sinni eru
orðnir Schick -4- haldi áfram að vera það æfilangt eins og oft hefir
verið haldið fram, heldur er þar allt undir staðháttum komið, hversu
lengi ónæmið varir.
Og til frekari stuðnings þeirri skoðun, að Schick-ónæmið sé hér
hverfult, má henda á hvað samanburður á Schick-prófunum 1932
og 1935 sýnir í þessu efni (tafla III). Af börnunum, sem 1932 voru
8 ára, voru þá 13,97% Schick 4-. Þessi flokkur svarar til 11 ára barn-
anna 1935, en þá voru aðeins 10,32% þeirra Schick 4- o. s. frv. Á
þessu tímabili hafa þvi vafalaust mörg börn misst ónæmi sitt. Sömu-
leiðis má geta þess, að af 83 börnum, sem í marz 1935 voru Schick 4-
og því ekki bólusett, reyndust 9 eða 10,8% Schick -þ, er þau voru
prófuð aftur í desember.
Dýratilraunir benda loks eindregið í þá átt, að það sé eins með
Schick-ónæmi og ónæmi í flestum öðrum sjúkdómum (að undantekn-
um ýmsum virussjúkdómum), að það endist aðeins takmarkaðan
tíma, ef ekkert er gert til að halda því við.
En þó að ónæmið haldist ekki mjög lengi, eftir því sem um verður
dæmt með Schickprófi, mun óhætt að segja, að þau börn, sem hafa
verið bólusett, búi að því um langan tíma, þannig, að þau verði fljótari
til en ella að mynda mótefni, er þau verða fyrir smitun.
Auk barnaskólabarnanna voru yfir 3000 börn í Reykjavík bólu-
sett um sama leyti; flest innan við 8 ára aldur. Má telja víst, að það
hafi verið bólusetningunum mest að þakka, að svo vel tókst að hefta
litbreiðslu barnaveikinnar sem raun varð á. Að vísu gerði hún vart
við sig hér í Reykjavík með stuttu millibili fram á haustið 1935, en
af börnum sem bólusett voru, veiktust aðeins 2, bæði síðastl. haust.