Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 28
26
voru alveg horfnir. Sjúklingurinn var frá vinnu fram á haust, að mestu
leyti, en um áramót taldi hann sig albata, að öðru en þvi, að hann
væri miklu svefnsæknari en áður, væri undir eins fallinn í svefn, er
hann legði sig upp í rúm.
18. Heimakoma (erysipelas).
Töflur II, III og IV, 18.
Sjúklingafjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl........ 96 102 93 112 43 34 31 43 37 65
Dánir ....... „ 1 „ 3 1 „ 1 1 2 ,,
Læknar láta þessa getið:
Öxarfj. Mjög sjaldgæfur kvilli hér.
19. Þrimlasótt (erythema nodosum).
Töflur II, III og IV, 19.
Sjúklingafjöldi 1929—1934:
1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl............................... 27 25 28 31 37 25
Læknar láta þessa getið :
Segðisfj. 2 tilfelli komu fyrir. Hvorttveggja sýndi sig að vera
berklasmitun með greinilega jákvæðu Pirquetprófi og hilus-eitlabólgu.
20. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 20.
S júklingafjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1034
Sjúkl. *...... 30 11 33 9 240 478 89 199 62 21
Er getið í 7 héruðum. Dreifð tilfelli og tæplega um faraldra að ræða
nema í einu héraði (Stvkkishólms).
Læknar láta þessa getið:
Svarfdæla. 2 börn veiktust á sama heimili með nokkurra vikna
millibili. Eldra barnið, 8 ára stúlka, veiktist fyrr og varð þyngra
haldin, hafði ógleði, uppsölu og þrautir í kvið allt að viku áður en
gulu varð fyrst vart, en eftir það fór líðanin að skána. Sótthiti var a
3. viku alls, en aldrei hár. Yngra barnið, drengur nálega 5 ára, veikt-.
ist á svipaðan hátt en vægar.
21. Kossageil (impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 21.
S júklingafjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl......... 77 159 98 137 93 69 61 72 102 70