Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 52
50
F. Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 3 augnlæknar
um landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson,
augnlæknir í Reykjavík, um Suður- og Vesturland, Helgi Skúlason,
augnlæknir á Akureyri, um Norðurland og Guðmundur Guðfinnsson,
héraðslæknir á Fáskrúðsfirði, um Austurland.
Kristján Sveinsson hefir sent landlækni eftirfarandi skýrslu um
störf sín á ferðalaginu:
Á augnlælcningaferð minni um Suður- og Vesturland síðastliðið
sumar sá ég, að mikil þörf er á að fara í ferðir þessar, því að þó að
greitt sé nú orðið um ferðir hingað til Reykjavíkur, einkum af Suður-
landi, er samt margt af fólkinu, einkuin það eldra, sein hvorki á
hægt með eða getur farið svo langa leið, bæði sökum aldurs, efna-
hags eða annara ástæðna.
Meiri hluti fólksins leitar augnlæknisins vegna sjóndepru. Hjá
flestum er aðeins um presbyopiu eða sjóngalla (astigmatismus, hy-
permetropiu eða myopiu) að ræða, talsvert margt er af cataracta- og
glaucomsjúklingum. Eins og allir vita, er glaucomið algengasti og
hættulegasti sjúkdómurinn, sem blindu veldur hér. Nokkra nýja
glaucomsjúklinga hitti ég á ferðalaginu, en því miður koma margir
of seint, líka vegna þess, hvernig sjúkdómurinn hagar sér. Eftir-
tektarvert er það, hve sjúkdómur þessi legst mikið í sumar ættir.
Nauðsyn er að upplýsa fólkið sem bezt og vara það við sjúkdómi
þessum. Margir sjúkl. korna með sjóndepru vegna cataracta, en vegna
þess að sjúkdómur þessi er venjulega svo lengi að búa um sig, eða
réttara sagt að gera menn blinda, þá endist sjónin oft nokkurnveginn
alla æfina.
Á Suðurlandi skoðaði ég 222 sjúklinga, þar af 11 ineð glaucom-
blindu og 30 með cataracta.
Á Vesturlandi skoðaði ég 589 sjúklinga, þar af 37 með glaucom og'
65 með cataracta.
Á Vestfjörðum fór ég á 2 staði, sem ekki voru auglýstir á ferða-
lag'inu, voru það Bolungarvík og Súgandafjörður; gerði ég það sam-
kvæmt beiðni fólksins á þessum stöðuin.
í Vestmannaeyjum .................. skoðaði ég 94 sjúkl.
— Vík í Mýrdal ...................... — — 55 —
- Stórólfshvoli ..................... — — 20 —
- Eyrarbakka ........................ — — 53 —
Samtals 222 sjúkl.
Á Vestfjörðum er erfitt að ferðast, en hinsvegar ekkert gagn að
stanza nema nokkurn tíma á hverjum stað; að ferðast með
skipi og stanza aðeins nokkra klukkutíma á hverjum stað er gagns-
laust kák.