Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 25
tanga. (Hefir fallið af skrá). Var heimiiið sett í sóttkví, og breiddist
veikin ekki út. Svo kom skarlatssótt upp hjá vegavinnumönnum á
Holtavörðuheiði í septemhermánuði. Veiktust 2 menn og voru háðir
fluttir á sjúkrahús í öðrum héruðum.
Blönduós. Skarlatssóttin kom með skólapilti norðan af Akureyri á
bæ einn í Langadal, og iagðist þar heimafólk allt nema 2 gamal-
menni. Um líkt leyti barst hún með vermanni að sunnan á bæ liti á
Skagaströnd. Bæði þessi heimili voru sett í sóttkvi, og breiddist veikin
ekki frekar út.
Svnrfdæla. í júní veiktist vermaður í Hrísey, þá nýlega kominn
þangað, hafði nekrotiska angina og typiskt exanthem, er ég sá hann
á 3. degi eftir að hann veiktist. Lá hann í útgerðarskála innan um
margt annað fólk, og var þar hvorki kostur einangrunar né nægi-
legrar hjúkrunar. Lét ég því tafarlaust flytja sjúklinginn til Akur-
eyrarspítala og gera hreinan skálann. Sýklust ekki fleiri.
Akureyrar. Barst að sunnan í júní, en breiddist ekki teljandi út.
1 drengur um fermingu dó úr scarlatina-sepsis. Seint á árinu kom
veikin upp á ný hér í bænum, óvíst hvaðan. Flestir sjúklingarnir (7)
voru einangraðir á sjúkrahúsinu, og var veikin mjög væg.
Höfðahverfis. Veikin kom upp á Vatnsleysu i Fnjóskadal í ágúst-
mánuði. Barst hún þangað þannig, að barn, sem kom þangað utan iir
Hrísey, veiktist rétt eftir komu. Breiddist veikin ekki út.
Vopnafj. Barst hingað í apríl með stúlku, sem kom frá Akranesi.
Fremur virðist það ólíklegt, að hún hafi komið ineð veikina þaðan.
Hins vegar upplýstist, að hún hafði koinið í hús á Norðfirði á heini-
leiðinni, en þar höfðu einhverjir verið veikir af ,,hálsbólgu“. Liggur
nærri að ætla, að „hálsbólga” jiessi hafi verið skarlatssótt, því að mjög
virtist það koma heim við meðgöngutíma skarlatssóttar, að stúlkan
hefði sýkzt á þessuin stað. Heimili það, sem skarlatssóttin kom fyrst
upp á, var mannmargt barnaheimili, og var því erfitt um alla ein-
angrun. Þó var reynt að viðhafa eins mikla varúð og frekast var unnt.
Fermingarharn úr sveitinni var til dvalar á heimili þessu og sýktist
af skarlatssótt. Var það flutt á sjúkraskýlið og einangrað þar í 4
vikur. Fór síðan heim, og kom ekki að sök uin smitun. Um næsta
heimili, sem skarlatssóttin kom á, er ekki fyllilega upplýst, hvort
það hafi smitazt frá fyrsta sýkta heimilinu eða af stúlkubarni. sem
kom frá Beykjavík og hafði fengið þar einhvern þrota í háls og' lítils-
háttar hita. Hvorttveggja er til. Það þarf nú ekki að orðlengja það,
að veikin breiddist nú hægt út um úthlutann af þorpinu, kot úr koti,
og kom upp allt í allt á 9 heimilum, svo að mér sé kunnugt. Hún barst
aldrei út fyrir þenna ytri hluta þorpsins og ekki heldur í sveitina.
Um skarlatssóttina er það að öðru leyti að segja, að hún reyndist
mjög misþung í einstökum tilfellum og þá einkum eftir aldri sjúk-
linganna. Á smábörnum var hún rnjög væg og jafnvel lítt greinanleg.
Á yngri börnum tiltölulega væg, en á unglingum yfir fermingu og
fullorðnum allþungur eða þungur sjúkdómur. Um fylgikvilla er þess
að geta, að 2 börn, 10—15 ára, fengu nýrnabólgu og uraemia —-