Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 67
65
an af vetri og fram yfir miðjan vetur. Að þessu sinni barst í eitt
skipti svo mikið að af þeim, að hver smuga var fyllt. Varð þá að koma
3 fyrir í öðru húsi vegna rúmleysis á sjúkrahúsinu. Um annan tíma
íu-s er rúm nægilegt. Notkun ljósa til lækninga fer í vöxt með hverju
ári. Sjúkrahúsið á tækin og tekur eigi gjald fyrir þau. Rafmagn er
hér svo dýrt, að fullerfitt er að standa straum af því, þótt notendur
greiði eigi annað. Sólbyrgi verður reist á komandi sumri í Hauka-
dal í Þingeyrarhreppi.
Flateyrar. Sjúkraskýlissjóður Flateyrar jókst um nærri 700 krón-
ur á árinu, en sjúkrasjóðurinn um rúmar 900 krónur. Um sólskýlið
í Súgandafirði skrifar hr. Kristján Á. Kristjánsson: „Sólböð byrjuðu
3. júní og enduðu 18. ágúst. Voru notandi 6 dagar í júní, 3 í júlí og
2 í ágúst. Umsjón hafði ungfrú Guðrún Kristjánsdóttir á hendi. Þátt-
takendur voru taldir 49, þar af 10 fullorðnir. Sólböð voru 103 alls, þau,
er talin voru. (Meðaltal sólbaða á mann 2,1, en i fyrra 9,6). Sumarið
var hið einstakasta, sem komið hefir, og kemur vonandi aldrei slíkt.
Taldist svo til, að aðeins einn dagur hefði verið heiðskír frá morgni
til kvölds. Þess ber og að gæta, að vandað sólbyrgi er við hina volgu
sundlaug Súgfirðinga, og dregur það auðvitað mjög úr aðsókn ungl-
inga að hinu eldra sólskýli, þótt það sé nær. Á Flateyri nutu 16 börn
og unglingar ljóslækninga.
Miðjj. Aðsókn að sjúkrahúsinu svipuð og undanfarin ár. 10 sjúkl-
ingar nutu ljóslækninga á árinu.
Blönduós. Skömmu eftir að ég kom i héraðið, voru keypt handa
sjúkrahúsi héraðsins Röntgentæki og Ijóslækningatæki, er kostuðu
til samans um 7000 krónur. Hafa þau verið notuð mikið og reynzt vel.
Aðallega eru Röntgentækin notuð til gegnlýsinga.
Sauðárkróks. Tekin var stofa í kjallara sjúkrahússins undir hin
nýju Röntgentæki, sem keypt voru á árinu og tekin í notkun. Rönt-
gentæki þessu eru frá Sanitas í Berlín. Sjúkrahúsið hefir einnig
fengið nýjan kvartslampa með solluxljósi. Var sú breyting nauð-
synleg vegna þess að komið var upp vatnsrafmagnsstöð með annari
spennu en verið hafði áður. Þeir eru ineð flesta móti, sem notað hafa
þessi ljós, bæði af þeim, sem í sjúkrahúsinu hafa dvalið og aðrir.
Þessi voru helztu tilefni:
Pleuritis et adenopathia interna ............ 29
Tbc. intestinum .............................. 4
Abscess. reg. lumb. et sacralis .............. 2
Lymphadenitis ................................ 6
Spondylitis et sequele ....................... 3
Anæmia ...................................... 20
Rachitis .................................... 16
Arthroit. chronica ........................... 2
Neurasthenia ................................. 6
Furunculosis ................................. 2
Senilitas etc................................. 2
Alls 92