Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 21
19
Inflúenzu gætti lítið á árinu, og er grunur á, að margt af þvi, sem
fram er talið sem inflúenza, hafi í raun og veru verið venjuleg kvef-
sótt.
Læknar láta þessa getið:
Þingeijrar. Um sumarmálin harst inflúenza frá Reykjavík. Nokkur
heimili tóku veikina, og veiktust flestir heimilismenn. Yfirleitt var
veikin væg, lagðist á öndunarfærin. Hjaðnaði einkennilega fljótt niður
og náði lítilli útbreiðslu. Flestir sjúklingarnir fengu sárindi í háls,
sem líktust vægxú angina.
Flateyrar. Mánuðina júní, jiilí og ágúst veiktust allmörg börn af
inflúenzu og fáeinir fullorðnir. Mörg börnin feng’u djúpa bronchita
og urðu allþungt haldin. 2 voru mjög þungt haldin af lungnabólgu.
Sauðárkróks. Geklc hér í marz—maí, en var væg, og urðu engar
illar afleiðingar af henni, lungnabólga eða því um líkt.
Hofsós. Gætti mest í maí og júní, en tilfellin flest væg.
Svarfdæla. Var ekki skráð á árinu, en ekki er ómögulegt, að mikið
af kvefsóttarfaraldrinum í jan.—marz hafi verið inflúenza.
Fáskrúðsfj. Væg og hættulítil.
Síðu. Kveffaraldur barst úr Hornafjarðarhéraði í janúar og gekk
yfir seinni part þess mánaðar og fyrri part febrúar. Ég taldi þetta
inflúenzu í janúarskýrslu, vegna þess hve það tók surna illa. 2 dóu,
báðir þó lasburða fyrir, og 1 barn og 1 gamalmenni fengu lungna-
bólgu. Nú er ég fremur á því, að hér hafi aðeins verið um þungt kvef
að ræða. Seint í apríl kom annar faraldur að austan, gekk hann yfir
héraðið í maí. Tel ég engan efa á því, að hér var um inflúenzu að
ræða. Nokkrir fengu otitis rnedia sem fylgikvilla, og gróf í eyrum á
sumum. 3 fengu lungnabólgu, og dó 1 þeirra.
Vestmannaeyja. Aðeins talið 1 tilfelli, sem réttara væri að telja
til catari’h. respir. acut.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 10.
Sjúklingafjöldi 1925—1934:
1025 1026 1027 1028 1020 1030
Sjúkl......... 1643 685 1 2293 3026
Dánir ........ 13 9 ,, 2 13 1
Mislingar gerðu ekki vart við sig' á árinu.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
S júklingafjöldi 1925—1934:
1025 1026 1027 1028 1020 1930 1031 1032 1333 1034
Sjúkl......... 1 „ 1 „ 998 1858 325 4 3 2
2 tilfelli eru talin fram í Eyrarbakkahéraði, og grunaði lækni,
að veikin hefði borizt úr Grindavík. Eftirgrennslan þar bar engan
árangur. Veikin breiddist ekki út.
1031 1332 1333 1934
31 132