Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 74
72
Þingeijrcir. Húsakynni fara smábatnandi. 2 vönduð steinsteypu-
hús hafa verið reist á sveitabæjum og 1 hér í kauptúninu með nú-
tíma úthúnaði og öllum þægindum. í samhandi við það var gerð
skolpleiðsla með vatnssalernum frá mörgum húsum um miðbik
kauptunsins. Fráræsla er erfið, þar sem húsin standa dreifð meðfram
strandlengjunni.
Flateyrar. Þrátt fyrir, að því er mér finnst, ötula baráttu, með
sveitarstjórn og sparisjóði að bakhjarli, hefir mér ekki tekizt að út-
vega öllum fjölskyldum Flateyrarkauptúns viðunandi eigin íbúðir,
og mun því miður aldrei takast með jafnörum vexti kauptúnsins og
verið hefir. Um hinar sárfáu leiguíbúðir þrengir fólkið sér inn í kaup-
túnið, og jafnskjótt og því er hjálpað þaðan, kemur annað í þess
stað. Væri nauðsynlegt að geta með lögum ráðið því, hvernig leigu-
íbúðir eru úr garði gerðar og jafnframt fyrir hve hátt verð þær eru
leigðar. Á undangengnum tveirn árum hafa 14 ný íbúðarhús verið
reist, flest sæmilega vönduð. Vatnsveita er bæði á Flateyri og Suður-
eyri og allmörgum sveitabæjum, en almenn skolpræsi eru engin í kaup-
túnunum. Þó eru skoplræsi frá allmörgum húsum á Flateyri og'
nokkrum húsum á Suðureyri, og fer vatnssalernum í sambandi við
þau mjög fjölgandi. Innanhússþrifnaður er víðast góður, en utan-
húss víðast slæmur, sérstaklega á Flateyri. Er einkennilegt, að flestir,
þrifnir og óþrifnir, virðast engan smekk hafa fyrir útliti og um-
gengni utanhúss og þorpsins í heild sinni.
ísafj. Húsakynnin fara lítið batnandi, enda lítið um nýbyggingar,
og húsaleigan dýr, miðað við gæði og þægindi.
Hesteyrar. Salernaleysi líkt og áður, en lúsin heldur að víkja.
Hólmavíkur. Byggt hefir verið upp á allmörgum bæjum með lánum
úr Byggingar- og landnámssjóði. En þó eru ennþá nokkrir bæir svo
hrörlegir, að ekki getur talizt forsvaranlegt, að þeir skuli vera manna-
bústaðir.
Miðfí. Nokkrar nýbyggingar á árinu og heldur meira en undan-
farin ár. Kaupfélagið á Hvammstanga lét setja upp mótor til raflýs-
ingar á Hvammstanga, og hafa nú flest hús x þorpinu rafljós, en áður
var aðeins raflýst sjúkrahúsið og læknisbústaðurinn.
Blönduós. Fáeinir bæir munu hafa verið byggðir upp að einhverju
leyti, og lokið var við steinhús á 2 bæjum, sem byrjað hafði verið
á árinu áður, exr annars veit ég' ekki til, að reist hafi veiúð frá grunni
steinhús nema á einum bæ. Um timburhús er ekki að tala. I kaxtp-
túnunum hafa ekki verið reist ný íbúðarhús.
Hofsós. Húsakynni eru hér mjög víða slæm og sumstaðar hörmu-
leg, en þó virðist komin nokkur hreyfing í þá átt að bæta þau, þótt
seint muni ganga vegna peningaleysis. Þrifnaður er hvorki betri né
verri en gerist í þeim sveitum, sem ég þekki til. Þó er sá ókostur á,
að víða vantar hér salerni, en einnig þetta er að breytast til hins betra.
Svarfdæla. Húsagerð var meiri i héraðinu en nokkru siixni áður, og
leiddi það af jarðskjálftaskemmdunum. Mörg hús og bæir, einkanlega
í Dalvík og í Svarfaðardal, skemmdust svo mikið, að ekki varð við þau
gert, heldur varð að rífa þau og reisa ný. Sum hinna nýju húsa voru