Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 22
20
Læknar láta þessa getið:
Ei/rarbakka. Hinn 23. nóv. var ég sóttur að Vogsósum til tveggja
bræðra, 3 og 2 ára að aldri, er höfðu hettusótt. Þeir voru allveikir í
3—4 daga og batnaði svo fljótt. Ekki veiktust þar fleiri né í Selvog'i.
22 dögurn áður en fyrri drengurinn veiktist kom unglingsdrengur frá
Grindavík til vistar að Vogsósum. Hann var heilbrigður og segist hafa
verið svo alltaf, en bróðir sinn, 18 ára gamall, hafi haft ,,hálsbólgu“ í
haust með mikilli bólgu utan á hálsi. Engir aðrir smitunarmöguleikar
finnanlegir.
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12—13.
S júklingafiöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl.i) .. . . 804 925 12(52 875 795 851 788 583 401 530
1 2) . . . . 278 185 218 183 241 274 392 303 199 226
Dánir .... . . 127 107 95 84 112 152 157 107 104 137
Lungnabólgutilfellum hefir farið fækkandi nokkur undanfarin ár,
en nú fjölgar þeim aftur á þessu ári. Dánartalan rís jafnframt og
hlutfallslega meira.
Læknar láta þessa getið:
1. Um kveflungnabólgu:
Skipaskaga. Gerði lítilsháttar vart við sig í janúar og aprílmánuði,
þá í sambandi við kvefið. Lagðist allþungt á nokkur börn.
Borgarfjarðar. Sýkti allmarga, þegar kvefsóttin gekk.
Hólmavíkur. Allmörg börn tóku veikina. Lagðist þungt á þau, sem
voru veil fyrir.
Svarfdæla. Nokkru tíðari en næstu árin á undan. Sum tilfellin voru
allþung, en enginn dó.
Akureijrar. Margir veiktust af kveflungnabólgu einkum í mánuð-
unum maí, júní og júlí.
Vestmannaei/ia. Upp úr kvefpest, einkum á vertíð og á haustin.
2. U m t a k s ó 11 :
Skipaskaga. Kom fyrir 9 sinnum á árinu, þar af 5 tilfelli í sam-
bandi við kvefið. Úr veikinni dóu 3 manneskjur, allar yfir 70 ára. 2
höfðu emphysema pulmon., en 1 dó úr meningitis upp úr krisis.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
S júklingafjöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl........ 132 449 52 18 29 1 02 3(58 2 4 9 3
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.