Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 47
45
D. Kvillar skólabarna.
Töflur IX og X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr 40 læknishéruðum og ná
til 7420 barna.
Af þessum 7420 börnum töldu héraðslæknar 12 svo berklaveik við
skoðunina, að þeir vísuðu þeim frá kennslu, þ. e. 1.6%c. Önnur 135,
þ. e. 18,2%c, voru að vísu talin berklaveik, en ekki smitandi og leyfð
skólavist.
Lús eða nit fannst í 1370 börnum eða 18,8%, af þeim, sem skýrslur
lágu fyrir um, að athuguð hefðu verið að því leyti, og kláði á 29
börnum í 10 héruðum (Stykkishólms, Dala, Reykhóla, Flateyrar,
Hólmavíkur, Miðfj., Siglufj., Rangár, Eyrarbakka og Iveflavíkur) þ. e.
3,9%o. Geitur fundust ekki i neinu barni, að því er getið sé.
Við skoðunina ráku læknar sig á 94 börn með ýmsa aðra næma
kvilla, þ. e. \2,1%C. Þessir næmu kvillar voru:
Angina tonsillaris....................... 11
Catarrhus resp. acut..................... 67
Impetigo contagiosa ...................... 5
Polyarthritis rheumatica.................. 2
Scarlatina ............................... 6
Varicellae ............................... 3
Samtals 94
Tannskemmdir höfðu 5595 börn eða 76,8% af þeim, sem séð varð,
að athuguð hefðu verið að því leyti.
Pirquetrannsókn fór fram á samtals 2869 börnum í 13 læknishér-
uðum, þannig, að heildarskýrsla yrði gerð um, shr. töflu X og um-
sagnir héraðslækna uin berklaveiki í kafla III, B, 2 hér að framan.
Um heilsufar skólabarna láta læknar að öðru leyti þessa getið:
Hafncirfj. Mest ber á tannskemmdunum, þar næst kirtlabólgum,
tonsillitum og adenoid-vegatationum. Hryggskekkjur koma fyrir, en
það ber minna á þeim en áður, enda er hinn nýi barnaskóli og sér-
staklega skólaborðin sniðin betur eftir þörfum barnanna.
Skipaskaga. Eins og áður var aðaláherzlan lögð á að athuga lungu
barnanna og aðra næma kvilla. Reyndust börnin öll heilbrigð að þessu
leyti. Að vanda voru tannskemmdir algengasti kvillinn. Um miðjan
vetur urðu 3 börn að hætta námi sökum lítilsháttar hryggskekkju.
Voru þau látin vera í sjúkraleikfimi og nuddi.
Borgarfj. Börnin voru yfirleitt heilsugóð, og var engu vísað frá
kennslu. Heilsufar var gott í skólunum á Hvanneyri og í Reykholti,
að undanskildum hálsbólgufaraldri í Reykholti í desember. Heilsu-
íar skólabarna var og gott; Öll börn á skólaaldri gátu notið kennslu.
Borgarnes. Varð ekki annars var en börnin væri sæmilega hraust.
Hakst ekki á óþrifasjúkdóma, svo að nokkru næmi, en töluvert er enn-
Pá um tannskemmdir og eitlaþrota, þótt fremur virðist úr þessu draga.