Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 29
Læknar láta þessa getið:
Miðfj. Nokkur tilfelli, og mun þessi kvilli hafa breiðst talsvert lit
með köflum.
Svarfdæla. Kom fyrir, en var ekki skráð.
Öxarfj. Miklu minni þessi ár en áður fyrr.
22. Stingsótt (jjleuritis epidemica).
Töflur II, III og IV, 22.
S júklingafjöldi 1926—1934:
1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl................ 565 144 21 17 46 85 91 10 28
Læknar láta þessa getið:
Dala. 4 tilfelli í marz, en vafalaust hafa fleiri tekið veikina. Þó að
hiti sé um 40° virðast sjúklingarnir verða hans lítið varir.
Miðfj. Aðeins örfá tilfelli og strjál.
23. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúklingafjöldi 1925—1934: 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl 26 2 12 4 8 9 11 81 3 7
Dánir , 2 3 6 1 1 99 15 1 1
Fá dreifð tilfelli í 4 héruðum. Læknar láta þessa getið :
Blönduós. Mænusótt fékk drengur í Bólstaðahlíð, en sá staður er
mjög í þjóðbraut. Fylgdu lamanir á ganglimum og biöðru, svo að tappa
varð af honum þvag. Hann er enn með nokkra lömun á öðrum fæti.
Skömmu síðar fékk unglingur á næsta bæ veikina með andardráttar-
lömun innan nokkurra daga, en þriðja tilfellið, sem einnig var á ung-
um dreng, var úti á Refasveit, og ekki finnanlegur ferill á milli. Varð
sá jafngóður innan skamms.
24. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
Sjúklingafjöldi 1929—1934:
1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl................................ 21 71 66 112 181 218
Ekki mun allt það, sem talið er og talið hefir verið stomatitis aphtosa,
hera glögg einkenni þeirrar tegundar munnbólgu, og mun sönnu nær,
nð um sé að ræða munnbólgufaraldra ýmsra tegunda, og bera skýrsl-
ur sumra héraðslækna það beinlínis mcð sér. Er því kosið að láta
niður falla nafnið stomatitis aphtosa og taka upp stomatitis epidem-
*ca í þess stað.
Læknar láta þessa getið:
Miðfj. Aðeins skráð 2 tilfelli, en mun hafa stungið sér niður.