Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 37
undan, hverjir hefðu dáið og hverjir flutt burt, Hverjum ijatnað o. s.
frv. Niðurstaðan varð þessi: Við áramótin reiknuðust okkur vera
242 berklasjúklingar og voru 61 (eða fjórði hlutinn) heimilisfastir
íbúar annara læknishéraða. Karlar 96. Konur 146. Berkla í lungum
höfðu 174, berkla annarsstaðar 68. Af sjúklingunum voru við ára-
mót: í Akureyrarsjúkrahúsi 22 sjúklingar og í Kristneshæli 74.
Heilsuástand sjúklinganna töldum vcr samkvæmt því er við hezt
vissum vera þannig:
Frískir, nokkuð eða jafnvel vinnufærir .... 98 sjúkl.
Veilir, lítt eða ekki vinnufærir ......... 105 •—
Rúmlægir, sumir dauðvona ................. 39
Alls 242. sjúkl.
Á árinu dóu alls 25 menn og konur úr berklum. Ef dregnir eru frá
utanhéraðsmenn meðal þessara 25 verða eftir 15 héraðsbúar, sem dóu
úr berklum. Og ef við reiknum herklamanndauða héraðsins eftir
þeirri tölu, verður hann 2,1%0. Til fróðleiks og skemmtunar skal ég
geta þess, að ég hefi í mörg ár undanfarin reiknað út berklamann-
dauða héraðsins á þenna sama hátt (þ. e. dregið dána utanhéraðs-
menn frá). Niðurstaðan hefir orðið þessi:
Berklnmanndauði Akurei/rarhéraðs var:
1908—1916 ............. 2,1%
1917—1924 ............. 2,3—
1925—1929 ............. 3,5—
1930—1934 ............. 2,1 —
Hæstur var berklamanndauðinn 4,2%c 1929, en lægstur 1931, þá 1,06%C.
Áður en Kristneshæli kom til sögunnar 1927 fóru berklasjúklingar
alloft suður á Vífilsstaðahæli, og dóu sumir þar. í ofanritaðri dánar-
töflu er tillit tekið til þeirra. Nú síðustu árin hafa hinsvegar svo fáir
farið suður á Vífilsstaðahæli, að lítil eða engin ástæða hefir verið að
taka tillit til þess. Mér virðist ofanrituð dánartafla benda á, að berkla-
manndauði héraðsins muni nú kominn í það horf, að fara að réna
nokkuð, en of snemmt er þó ennþá að slá nokkru föstu um það. Eitt
er þó enn, sem styður þá skoðun, en það er útkoma Pirquetprófunar
á skólabörnum á Akureyri, er gerð var síðastliðið haust. Útkoman á
405 börnum á aldrinum 8—14 ára varð 28,6% -f- Pirquet. Þegar þessi
Pirquetprófun er borin saman við þá, er gerð var á Akureyrarskóla-
börnum 1920 (sjá ársskýrslu þess árs og nánari lýsingu í Lkhl. 1920,
hls. 70), þá sést, að berklasmitun barna á sama aldri virðist hafa
i'énað um rúman helming á 11 ára tímabilinu síðan þá. Pósitiv út-
koma reyndist sem sé rúml. 60% þá.
Reykdæla. Utanhéraðsmaður, nemandi á Laugum, veiktist og var
sendur heim. Kornung kona fékk óðatæringu og dó eftir stutta legu.
Öxarfj. Á Raufarhöfn er veikin ný og lítið úthreidd enn. í Núpa-
sveit er veikin gömul á þessa lands mælikvarða. Þar er hún almenn-
ust og gerir mest tjón. I Öxarfirði illvíg, en ekki eins víða hér og fyrr.
i Kelduhverfi og á Fjöllum ber nú minnst á veikinni. í þeim sveitum
er og veikin elzt.