Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 39
.‘57
hnútum á enni hans, framhandleggjum, fótleggjum og aftan á háls-
inum. Fór cg þá að spyrja hann um þetta, og kvaðst hann hafa haft
hnútana ca. 1 ár, ásamt dofa í höndum og fótum. Hjá foreldrum
sínum —- sem bæði höfðu dáið úr holdsveiki — hafði hann verið til
6 ára aldurs. Síðan ekki verið með holdsveikum svo að vitað sé. Maður-
inn var giftur og átti tvö börn, 8 og 10 ára. Var hann fluttur á Laugar-
nesspítala skömmu síðar. Hinn sjúklingurinn, sem er á skrá, er hú-
inn að hafa lepra anæsthet. allmörg ár, og virðist ástand hans óbreytt
frá þvi í fyrra.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
S júklingafjöldi 1925—1934:
1925 1920 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Tala sjúkl. . . . 50 46 46 43 30 12 11 10 15 16
Dánir . . 16 12 8 10 8 6 11 6 6 4
Tala sjúklinganna er hér greind samkvæmt mánaðarskrám. Á árs-
yfirliti yfir sullaveika, sem borizt hefir úr öllum héruðum nema úr
Rvík, Reykjarfj., Fljótsdals og Reyðarfj., er getið um 26 sullaveikis-
sjúklinga, alla með lifrar eða kviðsulli, nema 2 með lungnasulli, og
1 með sull í beini. Langflest er þetta gamalt fólk með forna sulli. Þó
er getið um 1 mann á tvítugsaldri í Hólmavíkurhéraði, og eftir-
tektarvert er, að í Norðfjarðarhéraði er kunnugt um ekki færri en 3
konur á miðjum aldri sullaveikar.
Hér fer á eftir skráyfir sjúklinga þá, sem skvrt er frá í ársyfirlitinu:
Borgarfj.: 1 (kona 76 ára).
Stykkishólms: 1 (karl 50 ára).
Dala: 2 (2 konur 62 og 65 ára).
Ögur: 1 (karl 72 ára).
Hólmavíkur: 1 (karl 22 ára).
Miðfjarðar: 1 (kona, gömul).
Ólafsfj.: 1 (kona 46 ára).
Akureyrar: 2 (kona 32 ára, karl 61 árs).
Húsavíkur: 2 (kona 56 ára, karl 67 ára).
Seyðisfj.: 1 (kona 64 ára).
Norðfj.: 3 (konur 43, 48 og 51 árs).
Síðu: 1 (kona 83 ára).
Mýrdals: 1 (karl 58 ára).
Rangár: 7 (5 konur: 64, 65, 72 og 76 ára, aldur einnar ekki greind-
ur; 2 karlar: 65 og 69 ára).
Eyrarbakka: 1 (karl 83 ára).
Á sjúkrahúsunum hafa aðeins 13 sjúklingar legið með sullaveiki
á árinu, sem er með allra fæsta móti.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfí. Einn sjúklingur skráður, kona 76 ára með kalkaðan lifr-
arsull, að því er virtist. Hafði verið sullaveik um tvítugsaldur.
Dala. Hundahreinsun fór fram í öllum hreppum, eins og að und-