Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 30
28
25. Hlaupabóla (varicellæ).
Töflur II, III og IV, 25.
S júklingafíöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl........ 153 156 143 198 157 101 184 201 351 315
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Stakk sér aðallega niður í janúar og febrúar, en mjög
væg.
Dala. 1 tilfelli í marz og 3 í nóvember. Nokkru fleiri munu hafa
tekið veikina.
Miðfí. Sá aðeins 1 sjúkling, en er kunnugt um fleiri.
Svarfdæla. 2 tilfelli skráð, bæði á sama heimili og í sama mánuði.
Auk framangreindra sótta geta læknar um jiessar farsóttir:
Angina Plaut-Vincent: Á mánaðarskrá í Rvik er getið 21 sjúklings,
12 karla og 9 kvenna, og var allt fullorðið fólk.
Conjunctivitis epidemica: Getið er um faraldur í einu héraði (Axar-
fjarðar).
Erythema infectiosum: Á mánaðarskrá lir Patreksfj. er getið eins
tilfellis: barn 1—5 ára gamalt.
Erythema multiforme: Getið er um 1 tilfelli í Síðuhéraði.
Herpes zoster: Þessa kvilla er getið á mánaðarskrám úr 8 héruðum:
Rvík, Borgarfj., Dala, Þingeyrar, Svarfdæla, Norðfj., Síðu og Mýrdals.
Dreifast tilfellin á alla mánuði ársins nema marz, ágúst, október og
desember og skiptast þannig niður eftir aldri og kynferði: 10—15 ára:
1; 15—20 ára: 5 karlar, 3 konur; 20—30 ára: 1 karl; 30—40 ára: 2 karl-
ar; 40—60 ára: 1 karl, 2 konur; yfir 60 ára: 3 karlar, 2 konur.
Myalgia epidemica: Getið á mánaðarskrám úr Miðfjarðarhéraði, 6
tilfelli alls, í marz 2, í júlí 2, í október 1 og í desember 1, og skiptast
þannig niður eftir aldri og kynferði: 10—15 ára: 1; 15—20 ára: 1 karl;
20—30 ára: 1 karl; 30—40 ára: 2 karlar, 1 kona.
Meningitis cerebrospinalis epidemica: Á mánaðarskrám úr Patreks-
fjarðarhéraði er getið tveggja sjúldinga, beggja í desember, annar barn
á 1. ári, en hinn karlmaður 15—20 ára. Læknir mun hafa verið sann-
færður um sjúkdómsgreininguna, en ekki var hún staðfest með sma-
sjárrannsókn.
Pleuritis sicca: í Rvík eru taldir 6 sjúkl., börn og ungt fólk, og verð-
ur ekki séð, hvort um stingsótt hefir verið að ræða eða ekki.
Sepsis: Á mánaðarskrám er aðeins getið 1 tilfellis (Rvík), en all-
mikil brögð munu vera að ýmiskonar graftarsótt, þar sem árlega deyr
allmargt fólk úr þeim kvilla og á þessu ári jafnvel óvenjulega margir
eða 19 alls. (1933: 10; 1932: 12; 1931: 9; 1930: 16; 1929: 8).
Tetanus: Tveggja tilfella af tetanus neonatorum er getið á mánaðai'-
skrám, annars í Vestmannaeyjahéraði (apríl) og hins í Miðfjarðar-
héraði (nóvember). Auk þess er grunur um þriðja tilfellið í Mýrdals-
héraði. Héraðslæknirinn á Akureyri getur og um tetanus í fullorð-
inni konu. Á dánarskýrslum eru 5 taldir dauðir úr tetanus.