Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 141
Vorið 1935 var í fyrsta sinn hér á landi bólusett gegn barnaveiki
(activ immunisation með anatoxin). Aðdragandinn var sá, að um
langt skeið hafði barnaveiki ekki gert vart við sig í Reykjavík svo
neinu næmi. 1921 var hér smá epidemia, og voru þá skráð 126 til-
felli og síðan eins og hér segir, samkv. heilbrigðisskýrslunum:
Tafla I.
1922 .... . . . 45 1927 .... 2 1931 ..... . . . 0
1923 .... . . . 49 1928 .... 2 1932 .... . . . 1
1924 .... . . . 37 1929 .... . . . 4 1933 .... 2
1925 .... . . . 12 1930 .... . . . 2 1934 .... ... í
1926 . . . . . . . 50
Það var því við að búast, að næmi fyrir veikinni hefði aukizt að
mun á síðari árum a. m. k. meðal barnanna. Schick-próf, er N. Dungal
gerði 1932 á 810 skólabörnum á aldrinum 8—13 ára sýndi og, að
hlutfallslega miklu fleiri börn voru Schick -j- en tíðkast í sömu ald-
ursflokkum víðast erlendis (sjá Heilbrigðisskýrslur 1930). Á þeim 3
árum, sem síðan voru liðin mátti gera ráð fyrir, að hlutfallstölur
hinna Schick -j- hefðu enn hækkað.
Að þessu athuguðu var ástæða til að óttast, að næsta epidemía gæti
orðið all-skæð, vegna þess hve næmi var almennt, þar að auki var
vitað, að í nágrannalöndunum var barnaveikin sérstaklega illkynjuð
einmitt á síðustu árum og mortaliet hækkandi þrátt fyrir aukna
skammta af antitoxin.
Eini sjúkl. sem fekk barnaveiki 1934 veiktist í desember, klin.
dift. og diagnosis staðfestist bakteriologiskt. í febrúar og byrjun
niarz 1935 komu svo með stuttu millibili nokkur tilfelli af illkynj-
aðri barnaveiki. Samband var ekki hægt að rekja milli allra þessara
tilfella, og voru því horfur á, að veikin væri að breiðast úr.
Að tilhlutun heilbrigðisstjórnar voru nú gerðar ráðstafanir til að
hefja almenna bólusetningu með anatoxini og þá fyrst og fremst í
barnaskólunum, því að þeir eiga venjulega drjúgan þátt í útbreiðslu
slíkra farsótta sem barnaveiki, og hefði vafalaust þurft að loka þeim,
ef ekkert hefði verið aðhafzt.
Eftir tillögum landlælcnis var öllum barnaskólabörnum í Reykja-
vík heitið ókeypis Schickprófun og bólusetningu, en kostnaðinn
greiddu að jöfnu bæjarsjóður og ríkið af fé því, er til sóttvarna er ætl-
að. Auk þess tók Rannsóknarstofa Háskólans þátt í kostnaðinum
með því að leggja fram allt hóluefnið. Nú voru prentaðar upplýs-
ingar um hina fyrirhuguðu bólusetningu og hverju barni fengið til