Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 69
67
Hjúkrunarkonan hefir orðið að starfa við afleit skilyrði, í hröggum,
sem eru bæði óhreinir og daunillir. Staðið hefir til, og verður hráðlega,
að reist verði sjúkraskýli þar nieð aðstoð Rauðakrossins og tillögum
mætra manna á staðnum.
B. Sjúkrahjukrun. Heilsuverndun. Sjúkrasamlög.
II júkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Likn í Rvík gerir svofellda grein fyrir störf-
um sínum á árinu:
Við Hjúkrunarfélagið Likn í Reykjavík störfuðu 4 hjúkrunarkonur
árið 1934. Störf þeirra við félagið skiptust þannig: 2 við heimilis-
hjúkrun, aðallega sjúkravitjanir, 1 við Berklavarnarstöð Líknar og 1
við Ung'barnavernd Líknar. Hjúkrunarkonur Ungbarnaverndarinnar
og Berklavarnarstöðvarinnar leystu af frídaga og sumarfrí og' hjálpuðu
til við heimilishjúkrun, þegar mikið var að gera.
Farið var í 8152 sjúkravitjanir og vakað 23% nótt. Heilar dagvaktir
voru 24%. Félagið léði ennfremur hjúkrunarkonu með sjúkling til
Danmerkur, og' tók sú ferð 19 sólarhringa.
Berklavarnarstöðin. Stöðvarhjúkrunarkonan fór í 2115
vitjanir á heimilin. Á stöðinni voru gerðar 1372 læknishlustanir, þar
af voru 206 nýir sjúklingar og skyldulið þeirra, sem einnig var hlust-
að. Það voru 25 karlmenn, 41 kona og 140 börn. Stöðin tók á móti
4798 heimsóknum alls, sem komu til þess að leita ráða hjá lækni og
hjúkrunarkonu. 17 sjúklingum var útveguð heilsuhælis- eða spítala-
vist, og séð um sótthreinsun á þeim heimilum. 75 sjúklingar voru
röntgenmyndaðir á kostnað félagsins, og 24 sjúklingum var hjálpað
til ljóslælcninga. 1 sjúkling var veittur húsaleigustyrkur. 480 heimili
voru í sambandi við stöðina á árinu.
Ungbarnavernd Líknar. Barnaverndarhjúkrunarkonan fór
í 2317 vitjanir á heimilin. Stöðin fékk 359 nýjar heimsóknir barna
og 1616 endurteknar heimsóknir. 263 mæður leituðu ráða til stöðv-
arinnar, og hafa þá alls verið 2238 heimsóknir á stöðina. 48 barnshaf-
andi konur leituðu til stöðvarinnar, þar af voru 20 nýjar og 28 end-
urteknar heimsóknir.
Hjúkrunarfélagið Líkn útbýtti á árinu gömlum og nýjum fatnaði
og skófatnaði frá báðum stöðvunum. Einnig lýsis-, mjólkur- og mat-
argjöfum. Gjafir til stöðvanna hafa verið metnar til peninga, er nema
kr. 4849,00. Lánuð voru rúmstæði, rúmföt, barnsvöggur, barnafatn-
aður, hitamælar og hrákakönnur. Af lýsi var útbýtt 1600 lítrum og
7175 lítrum af mjólk frá Berlclavarnarstöðinni og 892% lítra af mjólk
frá Ungbarnaverndinni. Meðlimatala Líknar er um 250. Tekjur félags-
ins á árinu voru 23217,45 kr. og gjöld 25183,84 kr.
2. Hjúkrunarfélag Akraness, Ákranesi. Tala meðlima 213. Tekjur
kr. 1308,25. Gjöld kr. 1542,35. Eignir kr. 745,66. Sjúkravitjanir 231.
Vökunætur 232. Dagþjónusta: 3 dagar og 9 sólarhringar.
3. Hjúkrunarfélagið Iijúlp, Patreksf. Tala meðlima 23. Tekjur kr.
1054,96. Gjöld kr. 885,00. Eignir kr. 1531,33. Dagþjónusta 192 dagar.
4. Hjúkrunarfélagið Samíið, Bíldudal.