Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 82
80
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XI) hvernig 2375
börn af 2488, sem skýrslurnar ná til, voru nærð eftir fæðinguna. Eru
hundraðstölur sem hér segir (tölur síðastliðins árs i svigum):
Brjóst fengu 85,1% (84,7%)
Brjóst og pela fengu 5,2— ( 5,4—)
Pela fengu 9,7— ( 9,9—)
í Reykjavík líta tölurnar þannig út:
Brjóst fengu 95,2% (92,4%)
Brjóst og pela lengu 2,5— ( 4,2—)
Pela fengu 2,3— ( 3,4—)
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Allar mæður hafa börn sín á brjósti. . Hirðing
í góðu lagi.
Borgarfí. Ekkert barn dó. Aðeins 2 mæður gáfu pela og önnur
þeirra eftir læknisráði. „Leiðbeiningar um meðferð ungbarna" munu
vera samvizkusamlega notaðar og gera mikið gagn.
Bildudals. Meðferð ungbarna er sæmileg. Flestar mæður hafa börn
sín á brjósti einhvern tíma. Talsvert notað þorskalýsi fyrir börn.
Lítið ber á beinkröm eða öðrum barnasjúkdómum.
Flateyrar. Meðferð ungbarna er góð, og ungbarnadauði er mjög
lítill. Nærri öll börn eru lögð á brjóst og reynt er að fá fólk til að
gefa börnunum lýsi þegar frá unga aldri (2—3 mán.), og gera ýmsir
það.
Hesteyrar. Meðferð ungbarna er góð. Brjóstabörn eru mun fleiri en
pelabörn. Kvillar ungbarna fátíðir.
Hólmavíkur. Meðferð ungbarna virðist vera í nokkurri framför.
Miðfj. Meðferð ungbarna yfirleitt góð. Flestar konur hafa börn sín
á brjósti fyrstu mánuðina.
Blönduós. Meðferð ungbarna vfirleitt góð, þótt auðvitað sé þar all-
mikill munur heimila og jafnvel hvggðarlaga. Langflest börn eru
höfð á brjósti, og allmjög fer í vöxt að gefa smábörnum lýsi. Allar
mæður hafa fengið reglur þær um meðferð ungbarna, sem heilbrigðis-
stjórnin hefir gefið út, og er brýnt fyrir ljósmæðrum að gera sitt til,
að þeim sé fylgt.
Vopnafj. Meðferð ungbarna virðist mjög góð eftir öllum atvikum
og' ástæðum og efnahag fólks hér.
Vestmannaeyja. Flest börn eru á brjósti. Meðferð þeirra fer batn-
andi.
Keflavíkur. Flest börn fá brjóst, og víða byrjað á að gefa börnuni
lýsi.
9. fþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. íþróttalif er að glæðast. Mikil aðsókn að sundi og knatt-
spyrnu.