Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 27
sem öll veiktust, og móðirin, sein var nýstaðin npp af sæng. Samgöngu-
varúð var höfð við það heimili og tilsjón. Veikin varð ekki þung þar.
Sótthreinsað þar eftir á, og breiddist veikin ekki út þar meir. Veikin
kom ekki til G,rindavíkur.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur ÍT, III og IV, 16.
Sjúklingafíöldi 1925—1984 >
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl........ 4 91 6645 258 3 10 277
Dánir ....... „ 2 155 3 „ ,» 2
Gerði ekki vart við sig á árinu.
17. Svefnsýki (encephalitis lethargica).
Töflur S júklingafföldi 1925—1934: II, III og iv, 17.
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl 16 ., 17 3 7 8 14 14 13 7
Dánir 3 ,, „ Er getið i 5 héruðum. Læknar láta þessa getið: 1 11 2 11 1 2 1
Norðff. Ung kona, 22 ára, kom til mín í nóvember. Hafði hún fyrr
um haustið orðið máttlaus í augnalokum og slöpp á málfæri. í byrjun
hafði hún hita, en er hún kom á fætur, var hún paretisk á öllum ex-
tremitetum. A viku styrktist hægri handleggur og fótur, en vinstri
fótur og handleggur voru sein áður. Málfærið og máttur í augnalok-
um nú orðið eðlilegt.
Síðu. Tel, að 2 menn hafi fengið veikina. Annar þeirra karlmaður,
23 ára, hafði fengið inflúenzu, en var batnað fyrir % mánuði.. Þá fékk
hann um kvöldtíma höfuðflog aftan í höfuðið og ríg í hálsinn. Var
hann friðlaus þar til hann hafði fengið stóran skammt af ópíum.
Svaf hann svo sæmilega um nóttina, og bar ekki á friðleysi úr því.
Ég taldi strax víst, að þetta væri sami sjúkdómurinn, sem hér hefir
orðið vart í nokkur ár á mismunandi háu stigi, og' ég hefi talið vera
encephalitis epid. Lét sjúklinginn hafa mixt. natr. salicylatis (1
matskeið 4 sinnum, svo þrisvar). Verkurinn hvarf rétt strax og háls-
rígur fljótlega. Batnaði, en var lengi að ná sér. Hinn sjúklingurinn
* var karlmaður, 48 ára gamall. Hann veiktist um miðjan ágúst (hefir
fallið af skrá) með hitahækkun, höfuðverk og bakverk. Hiti var 38,5°,
er hann mældi sig á 3.—4. degi. Verkur varð mestur um spjald-
hr ygg og lendar og ágerðist svo, að sjúklingurinn bar varla af sér í
lok fyrstu vikunnar og svaf ekki. Var þá leitað til mín. Lét ég sjúk-
linginn fá natr. salicyl. ásamt deyfilyfjum, er ekki þurfti þó að nota
nema fyrst í stað, og hvarf verlcurinn fljótt. Ég rannsakaði sjúkling-
inn y2 mánuði seinna, og var hann þá verkjalaus, nema þegar hann
beygði sig, — gat t. d. tæplega klætt sig' úr eða í sokka. Hné-reflexar
4