Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 51
49
E. Aðsókn að læknum og sjúkrahúsum.
Um tölu sjúklinga sinna og fjölda ferða til læknisvitjana geta læknar
eftirfarandi héruðum: Tala sjúkl. % af héraðsbúum Ferðir
Skipaskaga 601 28,1 5
Borgarfj 843 62,1 99
Borgarnes 940 63,3 52
Dala 559 36,6 65
Bíldudals 363 60,2 10
Þingeyrar 600 49,3 421)
Flateyrar 579 43,5 24
Ögur 300 26,4 37
Hólmavíkur 395 34,5 45
Miðfj 845 43,4 98
Hofsós2) 389 26,7 39
Svarfdæla 902 50,7 128
Akureyrar 6769 91,9 181
Höfðahverfis . . . . 176 27,9 16
Öxarfj 400 38,5 —
Vopnaf j — — 22
Hróarstungu .... 151 13,7 23
Norðfj 1124 72,8 —
Síðu 314 32,5 88
Mýrdals 590 54,6 72
Eyrarbakka 844 28,1 73
Grímsnes 580 31,1 111
Sjúklingafjöldinn í þessum héruðum jafnar sig upp með að vera
51,1% af íbúatölu héraðanna. Ferðirnar eru að meðaltali 61,5.
Á töflum XV og XVI sést aðskónin að sjúkrahúsunum á árinu.
Legudagafjöldinn er enn nokkru meiri en árið fyrir 385643 (361671).
3,4 sjúkrahússlegudagar koma á hvern mann í landinu (1933: 3,2) á
almennu sjúkrahúsunum 1,7 (1,6) og á heilsuhælunum 0,91 (0,91).
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem lágu á hinum almennu sjúkrahús-
um á árinu, flokkast þannig (tölur síðasta árs í svigum):
Farsóttir ........................... 3,0% ( 3,6%)
Kynsjúkdómar ..................... 1,7— ( 0,8—)
Berklaveiki ...................... 14,8— (14,9—)
Sullaveiki ....................... 0,3— ( 0,5—)
Krabbamein og' illkynjuð æxli .... 2,7—■ ( 3,4—)
Fæðingar, fósturlát o. þ. h....... 10,3— (11,8—)
Slys ............................. 6,0— ( 6,6—)
Aðrir sjúkdómar .................. 61,2— (58,4—)
1) Auk pess fór læknir 70 ferðir út í eriend skip.
2) Frá júnibyrjun, þ. e. í 7 mánuði.