Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 91
89
Mýrdals. Lokið var við siníði Víkurkirkju á þessu ári. Er það vand-
að hús að öllum frágangi. Grafreitur var gerður á góðum stað í Suður-
Víkurtúni, spölkorn frá kirkjunni. Ofn var settur í Eyvindarhóla-
kirkju. Er þá engin kirkja óhituð í héraðinu, nema Reyniskirkja,
sem hráðlega mun verða rifin og ef til vill lögð niður.
Vestmannaeijja. Samkomuhúsum yfirleitt sæmilega vel við haldið.
Kirkju og kirkjugarði vel við haldið.
17. Veggjalýs og húsaskítir.
Landlæknir hafði heiðst þess með hréfi ti! allra héraðslækna, dags.
27. des. 1934, að þeir öfluðu sér upplýsinga um það, hver í sínu hér-
aði, hvort heimili væru þar smituð veggjalúsum, húsaskítum (kaker-
lökum) eða öðrum slíkum óþrifum, og að þeir létu síðan fylgja árs-
skýrslu sinni fyrir þetta ár sem nákvæmasta greinargerð um. Skj'rsl-
ur um þetta bárust úr 31 héraði, en 18 héraðslæknar (í Rvik, Stykkis-
hólms, Reykhóla, Patreksfj., Hóls, ísafj., Reykjarfj., Blönduós, Siglu-
fj., Ólafsfj., Húsavíkur, Þistilfj., Fljótsdals, Norðfj., Reyðarfj., Horna-
fj., Rangár og Keflavíkur) létu málinu ósvarað, sennilega flestir
fjrrir það, að þeim hefir verið ókunnugt um slík óþrif í héruðum sin-
um. Þó eru kunnar undantekningar frá því. Þannig er vitað um
Reykjavík, að þar eru ekki óvíða húsaskítir í hibýlum manna og
veggjalús í nokkrum húsum. Á ísafirði hefir eitt hús mjög lengi verið
smitað veggjalús án þess að tekizt hafi að hreinsa, þrátt fyrir mikla
viðleitni. Húsaskítir eru og sagðir vera í gistihúsinu á Húsavík og
veggjalús í Nesjum í Hornafirði. Annars greina skýrslur héraðslækn-
anna frá veggjalús í þessum héruðum:
Hafnarfj.: 1 heimili utanbæjar. Sennilega verið útrýmt.
Bíldudals: 2 bæir. Vafasamt, hvað þeim líður nú.
Þingeyrar: Svartasti bletturinn á landinu að þessu leyti, 16 heim-
ili á 13 sveitabæjum meira eða minna smituð.
Flateyrar: 3 hús á Suðureyri hafa smitazt. Verið útrýmt úr 2, en
hið 3. er eftir.
Hólmavíkur: 1 bær.
Akureyrar: 1 hús.
Síðu: 2 hæir.
Um húsaskíti geta skýrslurnar í þessum héruðum:
Flateyjar: Höfðu borizt þangað í 1 hús, en verið útrýmt.
Bíldudals: 1 hús í þorpinu.
Sauðárkróks: 1 hús í þorpinu.
Akureyrar: 6 hús og sennilega fleiri. Verið útrýmt úr 2.
Eyrarbakka: 2 hús í Hveragerði og 1 bær annarsstaðar í Ölfusi.
Vinnandi vegur ætti að vera að útrýma þessum ófögnuði, með því
að nokkurn veginn örugg ráð eru kunn til þess. En hætt er við, að
bið verði á samtaka framkvæmdum nema heilbrigðisstjórnin taki
málið i sínar hendur og geri út leiðangur gegn veggjalúsinni. En til
þess mundi þurfa að verja allmiklu fé.
Héraðslæknar í 2 héruðum (Dala og Vopnafj.) geta um flóafaraldur
i héruðum sínum, og mun víðar vera.
v>