Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 10
8
til hálfan mánuð, og svo hefði allt verið búið. Og að minnsta kosti
einn hreppur héraðsins var svo staddur, að þar var enginn öðrum
betri.
Vopnafí. Afkomuhorfur mjög ískyggilegar og alvarlegar fyrir hér-
aðið í heild sinni bæði til lands og sjávar.
Hróarstungu. Þrátt fyrir það, að síðastliðið ár var að mörgu leyti
mjög erfitt fyrir bændur, hafa þó flestir nóg' til að híta og brenna.
Seyðisfi. Afkoma fólks yirleitt með lakara móti.
Norðfi. Menn hafa komizt sæmilega af, en betur ekki. Sjávarút-
gerðin gekk miklu ver en í fyrra. Hefði Hornafjörður ekki reynzt
eins vel og raun varð á, hefði útkoman orðið hörmuleg. Búskaparlag
til sveita er svo í Norðfirði, að frá búskapnum verður aldrei gott að
frétta. Þegar kreppa svo bætist við, er lítt skiljanlegt, að af honum
verði lifað. Þó hefi ég engar ábyggilegar fregnir um beinan skort.
Síðu. Fjárafurðir rýrar og verzlun óhagstæð, enda hefir aldrei gengið
svo illa sem nú með innheimtur síðan ég kom í þetta hérað.
Mýrdals. Grasspretta og nýting heyja með allra bezta móti, og varð
heyfengur svo mikill og góður, að vart eru dæmi til slíks. Uppskera
úr görðum var einnig ágæt, og gætti nú lítt eða ekki hinnar illræmdu
kartöflusýki. Afkoma manna var svipuð og síðastliðið ár. Atvinna
með betra móti.
Vestmannaeijja. Árgæzka mátti heita til lands og sjávar, en almenn
afkoma aldrei eins bágborin síðan ég kom í héraðið.
Eyrarbakka. Þegar á allt er litið, verður að segja, að árferðið hafi
verið gott, en vegna hins lága verðs á allri framleiðslu er afkoman
ekki góð, erfitt að veita sér það, er þarf að kaupa að og standa skil
á skuldum. Þó virðist þetta mun meira áberandi til sveita en við sjó-
inn, enda held ég, að verið hafi rýmra um atvinnu hjá verkamönnum
en næst undanfarið ár. Það er í samræmi við ofanskráð, að hvergi hefir
orðið vart við skort á mat, né við sjúkdóma, sem stafa af matarskorti
eða af vöntun fjörefna í matnum.
Keflavíkur. Árferði allgott en afurðasala treg. Enginn mun þó hafa
liðið skort.
II. Fólksfjöldi, barnkoma og’ inanndauði.)
Fólksfiöldinn á öllu landinu í árslok 1934 var 114743 (113366 í
árslok 1933).1 2)
Lifandi fæddust 2597 (2478) börn eða 22,8%„ (22,0%o).
Andvana fæddust 56 (52) börn eða 2\,\%0 (20,6río) fæddra.
Manndauði á öllu landinu var 1181 (1159) menn eða \0,4%c (\0,3%o).
Á i. ári dóu 136 (107) börn eða 52,4/00 (43,1%«) lifandi fæddra.
Hjónavígslur voru 731 (696) eða 0,4%c (6,2%c).
1) Eftir upplýsingum Hagstofunnar.
2) Um fólksfjölda í cinstökum héruðum sjá töfiu I.