Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 100
98
21. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XVIII.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, sem borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefir sótthreinsun heimila farið 397 sinnum frain á ár-
inu á öllu landinu, og er tíðasta tilefnið skarlatssótt eða í 76% allra
tilfellanna, þar næst berklaveiki (22%), en örsjaldan af öðrum til-
efnum.
22. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Flateyjar. Bryggja var steypt í Flatey á síðastliðnu sumri. Kom
hún í stað þeirrar, er þar hafði verið notuð í mörg ár, og var hlaðin
úr steini og þannig háttað, að merkilegt má kallast, að ekki skyldu
oftar verða slys að en raun varð á.
Flateyrar. Það má teljast til stórviðburða í héraðinu, að margra
ára baráttu minni fyrir því, að Flateyrarkauptún eigi land sitt sjálft,
er nú lokið, að minnsta kosti í bili, með kaupum Flateyrarhrepps á
jörðinni Eyri. Nú er fólksins að sýna, hver mannræna sé í því og hve
hollir þegnar það sé þjóð sinni og sveitarfélagi, með því að rækta
upp hvern blett, sem rækta má, og standa í skilum við sjálft sig ekki
verr en aðra. Efnahagsleg afkoma og heilbrigði eru svo skyld, að ég
slcoða það sem skyldu mína að styðja af alefli allt, er miðar að bættri
afkomu héraðsbúa minna. Nú jiessa dagana er ég t. d. að hrinda af
stað stofnun laxaræktarfélags í Onundarfirði. Skilyrði til laxaræktar
eru svo góð hér, að einhverntíma mun hún gefa önfirzkum bændum
jiúsunda króna árlega búbót.
Blönduós. Framfarir verklegar eru hér, auk íúnræktar, sem heldur
áfram að aukast, og' vegagerða, sem dálítið miðar áfram, helzt á
Skagaströnd, þar sem byrjað var á hafnarbyggingu á árinu, og gekk
sú byrjun vel. Er áhugi fyrir því nauðsynjamáli að aukast.
Öxarfí. Ekki er ég frá því, að farið sé að gæta áhrifa ýmsra um-
bóta, er hér hafa orðið á siðasta áratug, á sóttarfar yfirleitt: Betri
húsakvnni, meiri hitun, betri skófatnaður, vatnsstígvél á votengi-
meiri þekking almennings á sóttum.
SíÖu. Ég tel að alinenn heilbrigði sé miklu betri nú í héraðinu en
er ég' kom hingað fyrir 15 árum. Sennilega er það fyrst og fremst
að þakka bættum húsakynnum, en nákvæmt skólaeftirlit og nokkur
fræðsla í sambandi við það og oftar mun líka eiga einhvern þátt i
þessu. Þrifnaði hefir þá líka áreiðanlega mikið farið fram.