Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 16
14
Borgarnes. Kveföldurnar hafa verið rueð frekar vægara móti.
Reykhóla. Nokkur kveflasleiki vormánuðina.
Þingeyrar. Sérstakra faraldra að haust- og vorlag'i gætti óvanalega
lítið. Mest ber á kvefi meðal sjómanna, er þeir byrja sjósókn eftir
áramót.
Ögur. Miklu fleiri fengu veikina en skráðir eru. Bar mest á henni
í apríl og maí.
Hesteyrar. Fá, og engin alvarleg', tilfelli.
Hólmavíkur. Gekk fyrri part sumars. Tók allmarga, einkum börn,
en var fremur væg'.
Miðff. Mest í ársbyrjun, framan af sumri og' svo síðustu mánuði
ársins.
Svarfdæla. Faraldur í janúar—marz. Svipaði að mörgu leyti til
inflúenzu, en fór hægar yfir. Langþyngst lagðist hún á börn og ung-
linga og þar næst á roskið fólk.
Akureyrar. Alla mánuði ársins bar á kvefsóttum, en þó, hvað út-
breiðslu snerti, með minna móti eftir því sem venja er til. Ég segi
kvefsóttum vegna þess, að það er sjaldan, að þær hagi sér eins þessar
síaðvífandi landfarsóttir af kvefi. Einkum var sú kvefsóttin, sem gekk
í janúarmánuði, einkennilega næmari og snöggari í aðförum. Hún
stóð næst því að líkjast inflúenzu, en var þó ekki kölluð svo af lækn-
um. Annars varð þetta ár aldrei vart við reglulega inflúenzu.
Höfðahverfis. Gekk í janúar og' febrúar, en frekar væg.
Reykdæla. Töluvert um kvefsótt, einkum upp úr áramótum. Var
inflúenzukennd á ýmsum, hár hiti, höfuðverkur og' beinverkir, en
bronchitis áberandi hjá flestum. Ein kona fékk lungnabólgu upp úr
kvefinu með septisk útbrot og dó.
Öxarfj. Ég held, að ég muni ekki eftir öðru eins kvefári. Frá því í
janúar og þangað til seint í oklóber var alltaf faraldur af kvefi, og í
desember fluttist enn að kvef. Byrjaði það með hinum mikla far-
aldri, er getið er og lýst í skýrslu fyrra árs, og líklega hefði verið
réttara að kalla inflúenzu, sem og' væntanlega sumir læknar gera.
Pest þessi gekk yfir héraðið í jan. og febr. með miklu forsi, og'
sluppu fá heimili. Lýsti ég henni í skýrslu fyrra árs, er þá var ógerð,
og vísa til þess, því að nú er hún meir í fyrnsku fallin. Hún virtist
þegar ganga aftur í vægari mynd, og var kvefsamt vorið og' sumarið.
Stundum illvígt kvef á heimilum með háum hita. Einkum almennt
í ágúst—október.
Vopnafj. Skýrslur seg'ja lítið um slíkan faraldur, sem kvefið okkar
er, því að fæstir sjúklinganna leita læknis. Kvefið gengur haust og' vor
og alla tíma, og eru menn því svo vanir, að enginn man eftir þvi>
nema eitthvað meira komi til.
Þistilfj. í júní kvefpest, sérstaklega í börnum, og hélzt fram í júli-
Seyðisfj. í nóvember og desember greinilegur faraldur, og tók sóttin
aðallega börn og unglinga. Aðaleinkenni voru catarrhalia með 30—40
hiti í tvo eða þrjá daga, talsvert algengur fylgikvilli var otit. media
ac. Gat hér eins hafa verið um inflúenzu að ræða, þó að ekki væn
það gefið upp.