Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 45
scr nú í seinni tíð að mestu við á Exhepa comp., er henni fellur hetur.
Linct. pepsini þarf hún einnig alltaf að hafa.
4. Appendicitis.
Hafnarfi. Botnlangabólga virðist ágerast, sömuleiðis ristilbólga.
Blönduós. Appendicitis er hér sem víðar algengur sjúkdómur.
5. Beri-beri.
Blönduós. Beri-beri-tilfelli hefi ég séð 1 í Skagastrandarkauptúni.
Var það á manni um fimmtugt, sem mun áður hafa haft sjúkdóm
þenna fyrir einum áratug eða svo, og lá þá í margar vikur, en j>eir
sem eitt sinn hafa haft þann sjúkdóm, þola ver en aðrir skort á B-
fjörefni.
Þistilfi. Piltur frá Bakkafirði, sem fór til Reykjavikur, reyndist
hafa beri-beri.
Norð'fi. 2 sjómenn af sama heimili leituðu mín ineð sjúkdóm, sem
ákveðinn var beri-heri. Árangur meðferðarinnar studdi diagnosis.
Annar þeirra var röntgengegnumlýstur, og taldi læknirinn hjarta-
skuggann minna mjög á beri-beri-hjarta.
6. Diabetes mellitus.
Akureijrar. Karlmaður 17 ára. Hafði nokkurn tíma verið undir
læknishendi og talinn hafa diabetes insipidus. Þegar hingað kom, var
mikill sykur í þvagi (ca. 2%) og acidosis og byrjandi coma. Þrátt
fyrir viðeigandi mataræði, alkalia og stimulantia ágerðist coma, og
dó sjúklingurinn eftir 7 daga legu. Insulín (frá Siglufjarðar apóteki)
kom of seint.
Síðu. 7 sjúklingar, sem reyndust hafa sykursýki, leituðu mín, auk
piltsins, 11 ára, er hér var á sjúkrahúsinu við áramót í fyrra. Ég sá
varla sjúkling með sykursýki á mínum skólaárum og taldi því sjúk-
dóminn mjög fágætan (hér á landi) og með sérkennilegum sjúkdóms-
einkennum, en nú hefi ég sannfærzt um, að ekki má trassa að leita
að sykri í þvagi sjúklinga. Eg hefi sterkar líkur fyrir því, að jafnvel í
Keykjavík sé þvagrannsókn trössuð, en þangað fer fólkið, bæði eftir
læknisráði og án þess, þegar seint gengur með bata heima fyrir.
7. Dystrophia adiposo-genitalís.
Norðfi. Ég sá drenginn af tilviljun 5 mánaða gamlan. Hann var
afarfeitur á kvið, einkum á nates, lærum og leggjum. Handleg'gir og
fætur ekki nema sæmilega feitir. Vegur — 5 mánaða — 11,5 kg. Hann
tók fyrstu tennur 9 vikna — 4 framtennur að neðan í einu. Var þá
að taka.6 tennur, er ég sá hann. Lystin áköf, svo að móðirin veit ekki,
hve lengi hann mundi taka við. Það var haldið í við hann, og hann
fær alltaf blandaða mjólk. Virðist ekki vera psychiskt ábótavant, en
hel'ir lítið hönd á hlutum. Stingur þó pela upp í sig.
8. Erysipeloid.
Borgarfi. 1 október komu fyrir 7 tilfelli af erysipeloid, öll á hálf-
uni mánuði. Tvö þeirra voru á sama bæ. Penslun með 10% brómsýru-
Upplausn dugði bezt við því.
Flateyrar. Tveir sjúklingar, annar þeirra barn á öðru ári, og mun
s.jaldgæft. Batnaði báðum vel við penslun með sol. acidi chromic.
10%.