Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 99
97
10. 30. nóv. 1929. J. E. $. Lfk af manni, sem fannst heima hjá sér með brotna
hauskúpu og mörg áverkamerki.
Niðurstaða : Morð með þungu barefli eftir langa viðureign.
11. 1. okt. 1930. K. O. $. Lík af fullorðnum manni, sem fannst örendur uppi á
húsþaki í Rvík.
Niðurstaða : Einkennilega hvítur, pergamentskenndur blettur á h. hendi
sýndi mikroskopiskt breytingar, samskonar og þær, sem hl jótast af háspenntum
rafstraumi.
12. 12. mai 1931. M. S. $. Lík af fullorðnum manni, sem fannst örendur fyrir
innan Rvík.
Niðurstaða : Stór hæmatomata í mjóhrygg og hnakka bentu til, að mað-
urinn hefði orðið fvrir miklum áverkum (spark í bakið?). Hauskúpubrot með
blæðingu inn í heilabú dauðaorsökin.
13. 27. jan. 1933. G. G. $. Lík af fullorðnum manni, sem fannst örendur.
Niðurstaða : Alkoholeitrun.
14. 14. febr. 1933. E. E. $. Lík af sjóreknum manni, sem fannst utan við Reykja-
víkurhöfn.
Niðurstaða : Drukknun.
15. 16. febr. 1933. S. S. $. Lík af fullorðnum manni, sem dó skyndilega eftir að
hafa drukkið hárspíritus.
Niðurstaða : Methylalkoholeitrun.
16. 16. apríl 1933. G. R. J. $. Lík járnsmiðs, sem fannst örendur.
Niðurstaða : Cyankalium-eitrun.
17. 12. mai 1933. H. J. 9- Lik af ungri stúlku, sem fannst örend í flæðarmálinu á
Akureyri.
Niðurstaða : Hefir farið lifandi i sjóinn og drukknað.
18. 22. júní 1933. J. ,1. $. Lík af fullorðnum rnanni, sem datt dauður niður á götu
í Rvík, meðan hann var aö ýta á eftir vagni upp brekku.
Niðurstaða: Ruptura aneurysmatis aortae.
19. 28. sept. 1933. Óskírt meybarn. Lík af tveggja mán. gömlu barni, sem dó í um-
sjá tveggja telpna, sem urðu ekki varar við nein veikindi, en fundu barnið látið
að morgni.
Niðurstaða : Bronchitis og byrjandi lungnabólga í vanþroskuðu barni.
20. 24. marz 1934. G. H. $. Lík manns, sem fannst örendur.
Niðurstaða : Paralysis cordis.
Læknar láta þessa getið:
Hafncirfi. Engar.
Skipaskaga. Þann 1. nóv. var samkv. kröfu lögreglustjóra gerð legal
obduktion á líki sjórnanns á Reynivöllum á Akrensi. Hafði sjúklingur-
inn dáið úr áfengiseitrun. Líkskurðinn framkvæmdi Hallgrimur læknir
Björnsson í viðurvist héraðslæknis. Maginn var tekinn úr líkinu og
sendur til Reykjavíkur í heilu lagi til Rannsóknarstofu ríkisins, og kom
íram við skoðun, að maðurinn hafði dáið úr eitrun af methylalkóhóli.
Hafði maðurinn keypt vellyktandiglös, ca. 200 gr., í verzluninni Frón
á Akranesi, og' sopið úr 5 glösum. Annar sjómaður, J. A., að nafni,
frá Melshúsum á Akranesi, dó daginn eftir af samskonar eitri, en á
honum var ekki krafizt líkskoðunar.1) Þetta er stt fyrsta legal-obduk-
tion, er hér hefir verið gerð mína tið (41 ár).
Eijrarbakka. Einu sinni var gerð líkskoðun eftir fyrirmælum yfir-
valds.
1) Mál var höfðað út af ]>essum atburðum, og er nýlega (sept. 1936) fallinn undir-
rettardómur í málinu. 2 framleiðendur hins eitraða hárvatns í Reyk javík og 2 kaup-
'nenn á Akranesi, er seldu það, hlutu allir fangelsisdóm, skilorðsbundinn.
13