Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 44
42
C. Ýmsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Nokkrir læknar geta um algengustu kvilla, sem þeir fá til með-
ferðar, svo sem:
Hafnarfj. Af tíðustu sjúkdómum eru nefndir: Tannskemmdir, gigt,
taugaveiklun, maga- og þarmsjúkdómar.
Skipaskaga. Tíðastur allra sjúkdóma er sem áður tannskemmdirnar,
þá gigtarsjúkdómar.
Flatenrar. Af 572 sjúklingum vitjuðu 117 læknis vegna tann-
skemmda, 97 höfðu farsóttir, 65 bólgur og ígerðir, 60 höfðu orðið fyrir
slysum, 40 voru berklaveikir, 21 taugaveiklaðir, 19 blóðlausir og 19
fæðandi konur eða með kvensjúkdóma.
Miðfj. Ég hefi talið saman þá sjúkdóma, er ég' oftast hefi skráð, og
eru þeir, sem hér segir: Farsóttir og aðrir sjúkdómar á mánaðar-
skrám 243, tannskemmdir 147, tauga- og gigtarsjúkdómar 84, slys 66,
ígerðir og bráðar bólgur 55, húðsjúkdómar 37, meltingarkvillar 36,
blóðsjúkdómar 28, hjarta- og æðasjúkdómar 27, augnsjúkdómar 25.
Vopnafj. Af 262 sjúklingum vitjuðu 83 læknis vegna tannskemmda
og 61 vegna farsótta.
Keflavíkur. Algengustu kvillar eru taugaveiklun, sérstaklega á
kvenfólki, fingur- og handarmein á vei'tíð, öngulstungur o. s. frv.
2. Acroparæsthesiæ manuum et antibrachiorum.
Norðfj. Hefi notað sulfas chinicus eftir ráði Philipsens, taugalækn-
isins danska, við þá 4 sjúklinga, sem ég hefi fengið á áriixu, og með
góður árangri. Varð ég feginn, því að áður kunni ég engin ráð, sem
að verulegu haldi kæmu.
3. Anæmia perniciosa.
Reijkdæla. 1 tilfelli, kona, 46 ára gömul. Kona þessi hafði fengið
hitakast upp úr nýjárinu, ógleði, magaónot og lystarleysi, en heknis
ekki vitjað. Sjúklingnum skánaði eftir ca. % mánuð, en náði sér þó
ekki til fulls. Versnaði svo aftur um páska, varð þá gul að sögn, fékk
ógleði, niðurgang og varð mjög máttlaus. Henni hrakaði nú jafnt og
þétt, kom til mín 14. maí og gat þá varla staðið á fótunum. Konan
var mjög föl og gul. Hún kvartaði nxi um afskaplegt máttleysi, svima,
lystarleysi og ógleði, og er að var spurt, um sviða í tungunni. Tungan
var alveg slétt og gljáandi, glossitis atrophica. Hæmoglobin reyndist
30 (Sahli), systoliskur þytur yfir hjartanu og titration sýndi achylia
gastrica. Sjúkdómsgreining mín var nú anæmia perniciosa, og lét ég
sjúklinginn hafa ventriculus siccatus og kálfslifur, sem til féll og
jafnframt linct. pepsini A og B. Eftir viku var sjúklingurinn hressari
að mun, tungusviði og ógleði minni, lyst betri, Sahli 33. Sjúklingurinn
hresstist óðfluga, svo að 6. júní var Sahli 57 og 14. júní 70. Tungu-
sviði og ógleði var nú alveg horfið, konan alhraust að því er henni
fannst, og fékk hún nií að fara heim, en uppálagt að éta alla kálfs-
lifur, sem til félli í Mývatnssveit og helzt hráa. Ventriculus sicc. fékk
hún með sér. Hún vai'ð fljótt leið á lifrinni og ventric. sicc. og heldur