Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 81
79
ilisfeðrum sem öðrum. Allar brýnustu þarfir verða að víkja fyrir
þessari óhóflegu eyðslu. Kaffinautn er mikil, og sætar kökur eru not-
aðar í óhófi.
Hesteyrar. Héraðsbúar eru bindindissamir, neyta fæstir áfeng'is og
enginn til muna. Kaffi er mikið drukkið. Tóbak notar fjöldinn.
Miðfi. Áfengisnautn er alltaf talsverð á samkomum, einkum meðal
yngra fólks.
Blönduós. Áfengisnautn er hér lítil og brugg ekki, svo að teljandi sé,
Tóbaksnautn er aftur á móti talsverð, þar á meðal vindlingareyk-
ingar. Kaffi er drukkið mikið eins og annarsstaðar á landi hér, og
konurnar hafa á boðstólum við gesti og gangandi sætabrauð af öll-
um hugsanlegum gerðum og gæðum, langt fram yfir það, sem góðu
hófi gegnir.
Sauðárkróks. Það fer ekki leynt, að talsvert er um heimabrugg all-
víða í þessu héraði, enda fer drykkjuskapur vaxandi, sérstaklega
meðal yngra fólks. Danssamkomur eru útbreiðslustaðir, þar sem ung-
lingarnir læra að reykja og drekka. Þær eru afartíðar, bæði í sveit og
kauptúnum, t. d. nær því á hverju kvöldi hér í kauptúninu. Truflar
fólk, sem sækir þessar samkomur, mjög oft svefnfrið manna. Vín-
nautn hefir stóraukizt síðan leyfður var innflutningur á sterkum
vínum, þrátt fyrir litla kaupgetu.
Öxarfi. Tóbak er mikið notað. Af hinni yngri kynslóð aðallega
reykt. Munntóbaks- og neftóbaksneyzla minnkar við fráfall hinna
eldri. Meiri hluti ungra manna reykir, stúlkur þó ekki teijandi,
flestar alls ekki. Kaffineyzla er áreiðanlega minni en fyrir 20—30
árum, og unga fólkið virðist varla vera eins sólgið i kaffi og hið eldra
er nú, enda margt, sem lítið drekkur kaffi. Við áfengislöggjöf þá, er
verið hefir og enn er í flestu óbreytt, er nálega hvert mannsbarn
brotlegt hér, en áfengisnautn lítil. Heimabrugg er útbreitt, og engar
líkur til þess, að 40% spíritusblanda á 7 krónur flaskan útrými því.
Vopnafi. Kaffi- og tóbaksnautn án efa svipuð og undanfarið og
hvorutveggja mjög í hófi. Áfengisnautn ekki teljandi.
Mýrdals. Fyrir 2 árum voru nokkrir menn dæmdir fyrir áfengis-
bruggun. Síðan hefir verið minna um landadrykkju, en þess í stað
er nú farið að tíðkast að drekka suðuspritt. Þó er ég ekki frá því, að
áfengisnautn fari heldur minnkandi.
Vestmannaeyja. Drykkjuskapur fram að þessu þverrandi, sjálf-
sagt meira af getuleysi en innri hvöt vegna óhollustu og skaðsemi
áfengis.
Keflavikur. Áfengisnautn er töluverð, sérstaklega á öllum opin-
berum samkomum. Að minnsta kosti hefir alltaf, er skemmtun hefir
verið haldin í sumum sjávarþorpunum, orðið að hafa lögreglu til að
halda uppi reglu. Tóbaksnautn er nokkuð almenn meðal æskulýðs,
sérstaklega vindlingareykingar og neftóbaksnautn, bæði i munn og
nef hjá eldri kynslóðinni.