Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 15
13
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—25.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúklingafiöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl......... 1928 2119 1640 2456 5249 5415 5151 4330 3909 4090
Hagaði sér mjög venjulega. Slær saman við skarlatssótt, þar sem
hún gengur, og greinist þá illa frá.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Gerði litilsháttar vart við sig allt árið, en mjög væg.
Borgarfi. Gekk í desembermánuði, og gróf í mörgum.
Borgarnes. Gekk hér yfir í sumar og varð allþung á sumum.
Þingeyrar. Um sérstakan faraldur var eigi að ræða, og veikin með
vægara móti.
Ögnr. Miklu fleiri fengu veikina en skráðir eru. Sjúkliugarnir
fengu allir háan hita og lágu ca. 6 daga. Engir fylgikvillar.
Hesteyrar. Mjög fá og væg tilfelli.
Hólmavikur. Væg og fylgikvillalaus.
Sauðárkróks. Gerði vart við sig allt árið, en mest fyrri part þess.
Hofsós. Stungið sér niður öðru hvoru allt árið.
Svarfdæla. Langtíðust 3 fyrstu mánuði ársins.
Norðfi. 2 síðustu mánuði ársins var hér hálsbólga nokkuð útbreidd.
Síðu. Enginn faraldur.
Grímsnes. Mest kvað að hálsbólgu í Laugarvatnsskóla í fj'lgd með
skarlatssóttinni. Var oft ómögulegt að ákveða, hvað var skarlats-
sótt og hvað hálsbólga. Öll tilfellin voru létt.
Keflavíkur. Kom fyrir alla mánuði ársins, og má vera, að sumt
hafi verið skarlatssótt.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III os IV, 2.
S júklingafiöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl......... 4921 4799 5274 6342 6720 10255 8549 9568 9112 9716
Dánir ........ 3 9 3 3 5 5 2 1 3
Kvefár í meðallagi, miðað við hin síðari ár, og í engu frábreytt þvi,
er tíðkast.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Hefir að vanda stungið sér niður allt árið, en faraldur
var að henni í apríl og maí. Lagðist yfirleitt ekki mjög þungt á menn,
þó fengu nokkrir lungnabólgu upp úr henni, einkum börn, enda var
sóttin tíðust á börnum frá 1—10 ára.
Borgarfi. Faraldur í janúar og aftur í april. Lagðist þungt á börn,
°g fengu tiltölulega mörg þeirra kveflungnabólgu.