Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 87
85
unandi húsakynni, meðan hvergi eru skólahús, en reynt er að velja
skólastaði þar, sem skilyrði eru skást.
Blönduós. Um skólastaðina er það að segja, að þeim er flestum mjög
ábótavant. Þó á Sveinsstaðahreppur ágætt skólahús, sem aðeins vantar
vatnssalerni til þess að vera fyrirmynd. Skólahúsin á Blönduósi og
Skagaströnd eru heldur ófullkomin, og á þeim stöðum báðum liggja
slcólastofurnar ekki nógu vel við sól. I Engihlíð, Bólstaðahlíð og'
Kálfshamarsvík eru samkomuhús, sem notuð eru til kennslu, en þeim
er ekki vel fyrir komið, og auk þess eru þau köld. Á Syðri-Ey á
Skagaströnd er notuð til kennslu haðstofa á bæ, sem ekki er búið í,
og voru gerðar á henni eftir tillögum mínum ýmsar breytingar, svo
að hún var miklu skárri en margir aðrir kennslustaðir. Farskólarnir
eru annars hafðir í stofukytrum eða jafnvel í íbúðarherbergjum, en
að vísu eru fá börn á flestum stöðunum. Ég skrifaði, að skólaskoðun
aflokinni, öllum skólanefndunum og benti þeim á, hvað mér þætti
ábótavant við skólastaðina, auk þess sem ég brýndi fyrir þeim að
taka upp lýsisgjafir og' sjá um, að börn þau, sem hefðu alvarlega
sjóngalla, yrðu látin leita augnlæknis, en fjárskortur sveitarfélaganna
hamlar mjög endurbótum. Sameiginlegur galli á mörgum skólastöð-
um er það, að engin salerni eru við bæina, en svo er hér mjög víða.
Hefi ég Iagt ríka áherzlu á, að úr þessu verði bætt, hvernig sem verður
með framkvæmdir. Lýsi hefir oft verið hér ófáanlegt eða of dýrt, og
fékk ég því heilt 200 lítra fat frá verksmiðju og seldi á hálfa aðra
krónu flöskuna. Jókst þá notkun þess svo, að upj) seldist á 4 mán-
uðum, enda var það gefið daglega í ýmsum barnaskólunum að undir-
lagi mínu, en sumar skólanefndirnar og það helzt í þeim hreppum,
sem bezt höfðu ráð á því, tímdu ekki að leggja í þenna mjög lítilfjör-
lega kostnað. Lýsið var og allmjög keypt handa smábörnum, enda
sizt vanþörf á því eftir hið sólarlausa sumar með kostasnauðum
heyafla.
Sauðárkróks. Skólastöðum er allmjög ábótavant. Þó að þeir hafi
verið taldir viðunandi eftir ástæðum, eru þeir það í raun og veru ekki.
Ólafsfj. Skólaskoðun var framkvæmd í októbermánuði, eins og
venjulega. Um skólahús og' farskóla sama að segja og áður.
Svarfdæla. Skólahúsið, sem getið er um í síðustu ársskýrslu að væri
í smíðum í Hrísey, var tekið til notkunar í haust. Eru þar 2 kennslu-
stofur fullgerðar, og nægir það í bráð. Þriðja kennslustofan er til, en
ekki fullgerð. Fatageymsla er í ófullgerðri álmu norður úr austur-
enda skólahússins. Gert er ráð fyrir, að sú álma verði lengd síðar, og
verði leikfimiskáli í viðbótinni. Miðstöðvarketill er í kjallara. Þar
eru og tvö kaggasalerni, en að sjálfsögðu verður komið þarna fyrir
vatnssalernum, þegar vatnsleiðsla sú er komin, sein í ráði er. í Skíða-
dal hefir ekki verið skólahald nokkur árin síðustu, en nú hófst ann-
ars dags skóli eftir veturnætur á Hnúki. Kennt var þar í stofuhúsi.
Er það að vísu lítið, og gallað var það að ýmsu leyti, en með því að
bætt var lir verstu göllunum og börnin þarna ekki nema 4—5 í einu,
taldi ég' mega við una. A hinum skólastöðunum fjórum er sama hús-
næði og árið áður. Er það ágætt í Dalvík, sæmilegt á Auðnum og