Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 89
87
margskonar kvilla, t. d. berklaveiki, og kennslustaðir fyrir nautn
tóbaks og vins.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Flateyrar. Þurfalingum líður sízt ver en öðrum, sem taldir eru
komast vel af.
Hesteyrar. Meðferð þurfalinga góð.
Miðfj. Meðferð þurfalinga góð.
Blönduós. Meðferð þurfalinga er yfirleitt góð.
Vestmannaeyja, Meðferð þurfalinga má teijast sæmilega góð.
14. Slysavarnir.
Allmikil starfsemi er hafin í landinu til slysavarna á sjó fyrir for-
göngu Slysavarnafélags íslands. Eru deildir stofnaðar víðsvegar, og
læknarnir víða ötulir stuðningsmenn.
Læknar láta þessa getið :
Vestmannaeyja. Slysavarnafélagið Eykyndill var stofnað á árinu.
Lætur það mikið til sin taka með fjársöfnun til slysavarna, og hefir
afskipti hér af öllu því, sem betur má fara, til varnar sjávartjóni á
bátum og við bryggju. Héraðslæknir hafði sérstakt námskeið ókeypis
á vegum þessa félags, kenndi sjómönnum lífgunartilraunir sjó-
drukknaðra og jafnframt notkun lyfjaforða og þó sérstaklega um-
búða, sem bátar hafa meðferðis. Sóttu það um 46 sjómenn (formenn,
vélstjórar og hásetar). Var þessari nýbreytni vel tekið, og vona ég,
að einhver geti haft gagn af þessu, þótt ófullkomið sé.
15. Tannlækningar.
Tannáta er tíðastur allra kvilla á íslandi. Þó eiga menn aðeins kost
verulegra tannlækninga í þeim fáu bæjum, þar sem tannlæknar hafa
setzt að, en það er í Reykjavík, Hafnarfirði (með köflum), Isafirði,
Akureyri og Vestmannaeyjum. Enganveginn ná þó tannlæknarnir til
alls almennings á þessum stöðum, og veldur því tvennt, að tann-
lækningar eru yfirleitt of dýrar til að vera við almenningshæfi, nema
öðru skipulagi verði á komið, og einnig það, að almenningur hefir
ekki náð því menningarstigi að þessu leyti, að finna til þarfarinnar
og gera kröfu til stöðugrar tannlæknisþjónustu. En það stendur til
bóta, og mun þar miklu geta á orkað, að viðast í bæjunum, þar sem
tannlæknar eru búsettir, eiga barnaskólabörn kost á nokkrum ókeypis
tannlækningum. Enn ver eru sveitirnar settar og þeir staðir aðrir,
þar sem enginn kostur er að ná til tannlæknis nema að lagt sé í lang-
ferð. Nokkrir héraðslæknar reyna að ráða hér bót á, með því að legg'ja
stund á einfaldar tannaðgerðir, og gefst það víða mjög vel, enda verður
ekki séð, að fyrst um sinn verði með öðru móti betur eða skjótar
ráðin bót á þessu vandræðaástandi, en að sem flestir og helzt allir
héraðslæknar strjálbýlisins kynni sér tannlækningar eftir föngum og
leggi stund á þær, nái sem beztri samvinnu við tannlæknana í bæj-
unum, en þeir skipti síðan landinu á milli sín til tannlækningaferða-