Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Blaðsíða 85
að þær skilji eí'tir eitt eintak hjá hverri sængurkonu, að minnsta
kosti hverri ungri og óreyndri móður. Munu leiðbeiningar þessar
hafa komið í góðar þarfir og náð vinsældum.
Læknar láta þessa getið:
Flateyrar. Erindi flutt um mataræði og fjörefni.
Blönduós. Ég hefi haldið hér tvo fyrirlestra um heilbrigðismál.
Svarfdæla. Alþýðufræðsia um heilhrigðismál fór fram að loknu
skólaeftirliti á liverjum stað, eins og að undanförnu.
Vestmannaeyja. Fólki er leiðbeint með viðtali og blaðagreinum.
11. Skólaeftirlit.
Tafla IX.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr 40 læknishéruðum og ná
til 7420 barna. Héraðslæknar í eftirtöldum 9 héruðum hafa engar
skýrslur sent: Rvík, Hóls, Reykjarfj., Reykdæla, Hróarstungu (að vísu
send skýrsla, en ónothæf), Fljótsdals, Reyðarfj., Fáskrúðsfj. og Berufj.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla IX), sem gerð hefir verið upp úr
skólaslcoðunarskýrslum héraðslæknanna — en enn sem fyrr hefir viða
orðið að lesa í málið, því að skýrslur þessar veitist læknum ótrúlega
erfitt að gera sómasainlega úr garði — hafa 5086 börn eða 68,5%
allra barnanna notið kennslu í sérstökuin skólahúsum, öðrum en
heimavistarskólum. 258 börn eða 3,5% hafa notið kennslu í heima-
vistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í skól-
unum. 1362 börn eða 18,4% hafa notið kennslu í sérstökum her-
bergjum í íbúðarhúsum og 714 eða 9,6% í íbúðarherbergjum innan
urn heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það
virðist vera mjög mismunandi: í hinum almennu skólahúsum er
loftrými kennslustofanna minnst 1,7 m8 og mest 9,3 m8 á barn, en jafn-
ar sig upp með 4,1 m8. í heimavistarskólunum 2,1—4,3 m3; meðaltal
2,7 m3. í hinum sérstöku kennsluherbergjum í íbúðarhúsum 1,2—6,4
m8; meðaltal 3,0 ms. í íbúðarherbergjum 2,5—6,0 m8; meðaltal 3,5
m8, sem heimilisfólkið notar, jafnframt. í hinum sérstöku skólahús-
um, þar sem loftrýmið er minnst, er það oft drýgt með því að kenna
börnunum til skiptis í stofunurn. Vatnssalerni eru til afnota i skólun-
um fyrir 3130 þessara barna eða 42,2%, forar eða kaggasalerni fyrir
3485 börn eða 46,9%, og ekkert salerni hafa 562 börn eða 7,6%, en
óupplýst er um 243 eða 3,3%. Leikfimishús hafa 2798 barnanna eða
37,7% og bað 2199 börn eða 29,6%. Leikvellir við þessa skóla eru
taldir fyrir 2230 börn eða 30,1%. Læknar telja skóla og skólastaði góða
fyrir 4170 þessara barna eða 56,2%, viðunandi fyrir 2139 eða 28,8%
og óviðunandi fyrir 639 eða 8,6%, en óupplýst er um 472 eða 6,4%.
Leynir það sér ekki, að yfirleitt eru hörmulegar ástæður í landinu
um húsakynni til barnafræðslunnar, og bíður mikið verkefni næstu
tíma að ráða þar bót á, jafnframt því sem komið verður á ríkara
eftirliti til eflingar heilbrigði hinnar uppvaxandi kynslóðar, sem nú
má heita kák eitt.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Hallgrímur Björnsson sá um skólaskoðun í haust vegna