Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Page 95

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Page 95
93 izt að útrýma þeim með öllu. Hefir þó verið mikið reynt til þess. í þrjá mánuði hefir þeirra ekki orðið vart, en ekki er tryg'gt, að þeir séu úr sögunni samt. Á öðrum stöðum veit ég ekki til, að þessi skor- dýr séu. Hofsós. Ég hefi grennslazt nákvæmlega eftir því, hvort þessi ófögn- uður sé hér til, en hefi ekki orðið þess var. Svarfdæln. Um veggjalýs og kakerlaka hefi ég grennslazt eftir föng- um, og hefi ekki haft tal af neinum, er vissi til, að þeirra hefði orðið vart nú eða fyrr í þessu héraði. Akureyrar. Út af bréfi landlæknis í desember 1934 um veggjalýs og kakerlaka og önnur óþrifakvikindi í húsum, skal ég taka þetta fram : Eftir að ég fékk bréfið birti ég í 4 blöðum bæjarins útdrátt úr því, varaði almenning við þessum óþrifagestum og bað heimiiisfeður að láta mig vita, hvort þeir vissu kvikindin komin í hús sín. Ennfremur fékk ég mér til aðstoðar heilbrigðisfulltrúa bæjarins til að komast eftir, hve mikil brögð væru að útbreiðslu þeirra í bænum. Úr sveit- unum hefi ég engar fréttir fengið um nein þessi óþrifakvikindi, en hér í bænum hefir vitnazt, að bæði finnast vegg'jalýs og kakeriakar eða svo nefndir húsaskítir. Veggjalýs þó aðeins í einu húsi, Fróða- sundi 9. Kakerlakar eru sagðir í þessum húsum: Þingvallastræti nr. 14, Fróðasundi nr. 2, Hafnarstr. nr. 93, Hafnarstr. nr. 98, Hafnarstr. nr. 102. Ennfremur eru í húsinu Baldurshagi við Brekkugötu einhver skor- kvikindi, sem líkjast maurum, og er ailmikið af þeim í stoppi milli þils og veggja og uppi á dimmu hanabjálkalofti. Tilraun að svæla þessi dj'r út með formalíngufu hafði engan árangur borið. Kakeriakar hafa í mörg ár verið heimilisfastir í Hafnarstræti 98 (sem er Hótel Akur- eyri), og hefir ekki tekizt að útrýma þeim þaðan, þrátt fyrir miklar tilraunir með blöndu af burisdufti og sykri. Hinsvegar veit ég, að vel tókst sú útrýmingaraðferð í húsi í Strandgötu (Kaupfélagi Verka- manna), þar sem fór að hera á þessum kvikindum, og ber nú ekkert lengur á þeim þar. í húsinu nr. 93 í Hafnarstræti tókst í vetur að út- rýma algerlega miklum og leiðum faraldri af kakerlökum. Var það einkennileg og róttæk aðferð. Þegar mest frost vetrarins kom og stóð í 2—3 daga í febrúarmánuði, yfirgáfu allir íbúar húsið, slökktu elda og opnuðu alla glugga. Eftir tvo sólarhringa voru allir kakerlakar úr sögunni, og hefir þeirra ekki orðið vart síðan. Að endingu skal ég geta þess, að mér leikur grunur á, að kakerlakar og ef til vill veggja- lús séu viðar á Akureyri en hér er skráð. Ég veitti því eftirtekt í vetur, að húseigendur sumir vilja ógjarna hafa hátt um þessi óþrifadýr í húsum sínum vegna óttans um, að leigjendur fælist húsin. Má því vel vera, að ýmsir hafa svikizt um framtal. Höfðahverfis. Hefi spurzt fyrir um veggjalýs og kakerlaka, en ekki getað fengið ábyggilegar upplýsingar um, að þau óþrif séu neins- staðar i héraðinu. Reykdæla. Veggjalús og kakerlakar ekki til í héraðinu, og er furða, því að kakerlakar eru á hótelinu á Húsavík. Öxarfj. Veit ekki til, að kakerlakar né veggjalús séu til hér i hér- aðinu né önnur óþrif þess háttar, aðflutt á síðari öldum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.