Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 7
I. Arferði og almenn alkoma.
Tíðarfarið á árinu 1944 var samkvæmt skýrslum Veðurstofunnar1)
frekar umhleypingasamt nema i júlí og ágúst, þá var einmuna góð tíð.
Meðalhiti ársins var um 1° yfir meðallagi. Úrkoman var um 10%
undir meðallagi á öllu landinu. Veturinn 1943—1944 (des.—marz)
var frekar umhleypingasamur, snjólétt var framan af, en mikill snjór
uin miðjan vetur (jan.—febr.) Hiti var yfir ineðallagi, en úrkoma
víðast hvar undir meðallagi. Vorið (apríl—maí) var óhagstætt og
uinhleypingasamt. Tíð var köld og hafis norðan lands og vestan.
Gróður byrjaði seint. Hiti var aðeins yfir meðallagi. Orkoma var um
15% minni en venja er til. Sumarið (júní—sept.) var óhagstætt framan
af. Gróðri fór seint fram, en það breyttist mjög til batnaðar seint í júní,
og var einmuna góð tið frá því og fram í september, en þá gerði rign-
ingar. Hiti var yfir meðallagi, en úrkoma uni 15% minni en venja er til.
Sólskin í Reykjavik var 17,0 klst. skemur en meðaltal 20 undanfarinna
ára, en á Akureyri var sólskin 98,3 klst. lengur en venjulega. Haustið
(okt.—nóv.) var umhleypingasamt, en frekar snjólétt og hagar yfirleitt
sæmilegir. Hiti og úrkoma voru aðeins yfir meðallagi.
Afkoma atvinnuveganna og þjóðarbúsins taldist mjög góð á árinu.
Atvinna var meira en næg, og kaupþegar, aðrir en opinberir starfs-
menn, fengu ríflegar kjarabætur. Framfærslukostnaður hækkaði þó
ekki verulega, en til þess þurfti að halda áfram greiðslum iir ríkis-
sjóði til verðlækkunar á landbúnaðarvörum. Verðlagsvísitalan var
263 í janúar (miðað við 100 á fyrsta ársfjórðungi 1939), en 273 í
desember. Meðalverðlagsvísitala ársins var 267,8, en 256,3 á næst
Jiðnu ári.
Flestir læknar geta með almennum orðum góðs árferðis og sæmi-
legrar, góðrar eða jafnvel ág'ætrar afkomu almennings. Að öðru leyti
láta þeir þessa getið í því sambandi:2)
Rvík. Afkoma manna mjög misjöfn. Þótt kaupgjald væri hátt og
næg'ilega vinnu að fá, má ætla, að hin gífurlega dýrtíð hafi hjá all-
mörgum gleypt allt kaup og vinnulaun og meira til. Einltum má
telja liklegt, að efnahag'ur þess fólks, sem hefur orðið að sæta afar-
1) Veðurstofan lét þess getið (16. ágúst 1947), að sökura þess að enn hefði ekki
unnizt tími til að Ijúka öllum útreikningum ársins, væri yfirlitið ónákvæmara og
lauslegra en áður hefði verið.
2) Ársskýrslur (yfirlitsskýrlur) hafa ekki borizt úr Álafoss, Stykkishólms,
Flateyjar, Reykjarfj., Siglufj., Húsavfkur, Hróarstungu, Fljótsdals og Reyðarfj.