Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 117
ólafsfi. Iðgjaldagreiðslur nýstofnaðs sjúkrasamlags voru inntar aí
hendi frá 1. júní, og réttindin fengust frá 1. janúar 1945.
Svarfdæla. í Árskógshreppi og' í Hrísey munu sjúkrasamlög taka til
starfa einhvern tíma á árinu 1945.
Akureijrar. Flestallir bæjarbúar eru nú í sjúkrasamlagi, og hefur
reynslan orðið sú, að því lengur sem samlagið starfar, þeim mun
meiri hafa vinsældir þess orðið, enda er varla nokkur maður hér nú,
sem er verulega mótfallinn samlaginu, en fyrir nokkrum árum var
það mjög algeng't að hitta hér menn, sem höfðu allar gerðir samlagsins
á hornum sér og fannst það óalandi og óferjandi.
Höfðahverfis. Samþykkt var að stofna sjúkrasamlag í Grýtubakka-
hreppi, en lítill áhugi virðist hafa ríkt um stofnun þess, kosningin
illa stótt, varð að kjósa tvisvar, komst það á í seinna skiptið með
litlum meira hluta. Eins hefur verið stofnað sjúkrasamlag i Háls-
hreppi.
Reijkdæla. Sjúkrasamlag Laugaskóla hefur nokkur undanfarin ár
starfað utan við lög um alþýðutryggingar, en var lögskráð í byrjun
skólaársins og fyrirkomulagi þess breytt í samræmi við það.
Þistilfj. Samþykkt var að stofna sjúkrasamlag í Sauðaneshreppi, en
fellt í Svalbarðshreppi. Atkvæðagreiðsla um það mál fór ekki fram
í Skeggjastaðahreppi.
Seyðisfj. Verulega sjúkrahjúkrun er aðeins um að ræða í sjúkra-
húsinu, auk þeirrar hjúkrunar, sem ljósmóðir veitir sængurkonum.
Heilsuverndarstöð er rekin hér síðan 1939, en opinberlega starfar hún
aðallega að berklavörnum. En í daglegu starfi læknisins er æ og sifellt
brýnt fyrir fólki að viðhafa alla hollustuhælti. Hygg ég því, að fólk
sé sæmilega að sér í þeim efnum, og að það, sem miður fer á því
sviði, sé ekki vegna vankunnáttu, heldur hinnar almennu og alkunnu
eftirlátssemi við sjálfan sig. Sjúkrasamlaginu vegnar vel. Engin breyt-
ing hefur orðið á starfi þess.
Síðu. 2 sjúkrasamlög voru stofnuð á árinu. 1 2 hreppum var fellt
að stofna samlög, en í þeim 5. mun engin atkvæðagreiðsla hafa farið
fram. í samningum mínum við þessi samlög, sem gilda til 1 árs, er
ekki gert ráð fyrir afslætti af lyfjum né læknishjálp.
Vestmannaeyja. Háfjallasól hefur verið í pöntun á annað ár til
barnaskólans, og er hún væntanleg þá og þegar. Engin bæjarhjúkr-
unarkona, enda öllum komið á sjúkrahús, sem sjúkrahúsvistar nauð-
synlega þurfa.
Grímsnes. Á þessu ári tóku til starfa 2 sjúkrasamlög í héraðinu,
og eru þau þá 6 alls, eitt í hverjum hreppi. Hið 7. starfar í Laugar-
vatnsskóla yfir skólatímann.
Keflavlkur. Þetta er annað starfsár Sjúkrasamlags KefJavíkur.
Nokkuð bar á skilningsleysi á gagnsemi þess í upphafi, en nú er það
breytt til bóta.
C. Rannsóknarstofa Háskólans.
Prófessor Níels Dungal hefur gefið eftirfarandi skýrslu um störf
hennar á árinu 1944.