Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 115
113
3. Heilsuverndarstöð Sigluffarðar.
Berklavarnir. Rannsóknir alls 1288 á 1149 manns. Reyndust
37, eða 3,2%, hafa virka berklaveiki. 7 sjúklingar, eða 0,6%, höfðu
smitandi berklaveiki. Loftbrjóstaðgerðir 129 á 13 sjúklingum. Stöðin
var opin 94 sinnum á árinu. Undir eftirliti um áramót 134.
í. Heilsuverndarstöð Akuregrar.
Berklavarnir. Rannsóknir alls 2122 á 1097 manns. Reyndust
108, eða 9,8%, hafa virka berklaveiki. 14 sjúklingar, eða 1,3%, höfðu
smitandi berklaveiki. Röntgenskyggningar 1694. Röntgenmyndir 53.
Hlustanir 286. Hrákarannsóknir 73. Blóðsökksrannsóknir 895. Berkla-
próf 499. Loftbrjóstaðgerðir 350 á 24 sjúklingum. Undir eftirliti um
áramót 204.
5. Heilsuverndarstöð Seyðisffarðar.
Berklavarnir. Rannsóknir alls ekki greindar, en rannsakaðir
alls 183. Reyndust 9, eða 4,9%, hafa virka berklaveiki. Ekki er þess
getið, að neinn þeirra hafi haft smitandi berklaveiki. Röntgen-
skyggningar 270 og aðrar rannsóknir (berklapróf, hrákarannsóknir,
blóðsökksrannsóknir o. s. frv.), eftir því sem nauðsyn krafði. Loft-
brjóstaðgerðir 68 á 6 sjúklingum.
6. Heilsuverndarstöð Vestmannaegja.
Berklavarnir. Rannsóknir alls ekki greindar, en fjöldi rann-
sakaðra 1309, þar af nýir 312. Reyndust 37, eða 2,8%, hafa virka
berklaveiki. 4 sjúklingar, eða 0,3%, höfðu smitandi berklaveiki. Rönt-
genskyggningar 1169. Röntgenmyndir 15. Blóðsökksrannsóknir 84.
Hrákarannsóknir 13. Ræktun 9. Loftbrjóstaðgerðir 77 á 6 sjiikling-
um. Undir eftirliti um áramótin 742.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Borgarff. Sjúkrasamlag tók til starfa í Andakílshreppi, og rnunu
fleiri vera í undirbúningi.
Borgarnes. Sjúkrasamlög i stofnun í Borgarnesi, Hraun'-, Álftanes-
og Borgarhreppum.
Ólafsvikur. Sjúkrasamlög engin.
Flateijrar. Hjúkrunarkona er starfandi í Súgandafirði, ibúunum til
mikils hagræðis og sparnaðar, en greinargerð um störf hennar liggur
ekki fyrir. Hjúkrunarfélag er ekkert í héraðinu og ekki heldur heilsu-
verndarstöð, en fólk, sem grunað er um berklaveiki, er sent heilsu-
verndarstöðinni á ísafirði, þegar ástæður leyfa. Minningarsjóður frú
Maríu Össurardóttur hefur starfrækt ljósböð á sama hátt og undan-
farin ár. Hafa yfir 40 börn og unglingar notið baðanna. Hafa böðin
gefið góða raun og bætt heilsufar margra veiklaðra barna. Samþykkt
var stofnun þriggja sjúkrasamlaga á síðast liðnu sumri, og er eitt
þeirra tekið til starfa, Sjúkrasamlag Suðureyrarhrepps. Súgfirðingar
hafa einnig stofnað læknisvitjanasjóð samkvæmt lögum þar um.
Hóls. Til þess er ætlazt, að í hinum nýja barnaskóla verði höfð
Ijóslækningatæki, og er von á þeim á næstunni. Kvenfélagið á staðn-
um hefur gengizt fyrir fjársöfnun til þessa fyrirtækis.
15