Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 206
204
Því úrskurðast:
Læknaráð láti í té umsögn um framangreind atriði.“
Málið var iagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Við meðferð þess vék
sæti formaður deildarinnar, kennarinn í réttarlæknisfræði við há-
skólann, Níels prófessor Dungal, samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga um
læknaráð, með því að hann hafði áður tekið afstöðu til málsins í álits-
gerð um krufning á líki hinnar látnu, er hann hafði framkvæmt, sbr.
hér að framan. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um starfsháttu lækna-
ráðs tók kennarinn í heilbrigðisfræði við háskólann, Júlíus prófessor
Sigurjónsson, sæti hans i deildinni.
Áhjktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Enginn vafi virðist leika á því, að dánarorsök Þ. B-dóttur hefur verið
heilahimnubólga. Ekki er unnt að fullyrða, að beint samband hafi
verið milli heilahimnubólgunnar og kúpubrotsins, en Hkur virðast
benda til þess, að óbeint samband gæti verið þar á milli. Eftir áverk-
ann var blæðing um hægri hlust, og sprunga er gegnum pars pyra-
midalis hægra megin. Auk þess er ef til vill ininna mótstöðuafl í
heilahimnunum aftan til, þar sem bólgan er, vegna blóðstorkunnar utan
á heilabastinu, sem þrýstir þar að. Sennilegast þykir, að kúpubrotið
hefði gróið, ef ekki hefði fleira til komið, en ekki er hægt að fullyrða
um, hvernig heilsufar Þ. hefði orðið eftir á. Má í þessu sambandi
benda á áverka á nervus olfactorius og á lobus frontalis heilans, svo
og blóðstorkuna aftan til í höfuðkúpunni. Ekkert er hægt að fullyrða
um samband milli fótarsársins og heilahimnubólgunnar. Ekki verður
talið, að lega Þ. úti muni hafa skipt nokkru máli um dánarorsökina.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 9. marz, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 15. s. m.
Málsúrslit: Sakhorningur var dæmdur með dómi hæstaréttar 13. maí 1946 í
tveggjíi mánaða fangelsi og sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa
og annarra almennra kosninga.
2/1946.
Borgardómarinn í Reykjavík hel'ur með bréfi, dags. 9. marz þ. á.,
leitað af nýju samkv. bæjarþingsúrskurði 23. okt. f. á. umsagnar
læknaráðs í bæjarþingsmálinu H. T-ius gegn S. E-syni o. fl„ en um
mál þetta hafði læknaráð áður látið dómaranum í té umsögn sína
með úrskurði, dags. 20. nóv. f. á.
Málsatvik eru þau
sem greinir í læknaráðsúrskurði 1/1945.
MáliÖ er lagt fgrir læknaráð af nýju á þá leið.
að leitað er fyllri umsagnar ráðsins samkvæmt viðbótarskilríkjum,
þ. e. vottorðum nuddlæknis í Reykjavík, dags. 6. og 7. febr. þ. á„ vott-
orði annars starfandi læltnis í Reykjavík, dags. 7. marz þ. á„ og rönt-
genmynd, tekinni á röntgendeild Landsspítalans 22. febr. 1945, ásamt
samtíma umsögn hlutaðeigandi röntgenlæknis.