Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 72
70
piltur var með stækkaða hálseitla, vanþroskaður og með intelligens
greinilega fyrir neðan meðallag. Þar að auk þetta: hryggskekkja 2,
rachitiseinkenni á brjósti 2, hálseitlar stækkaðir 1 og tachycardia 1.
Hesteyrarskóli (11): Hryggskekkja 3, rachitiseinkenni á brjósti
2, liðaverkir 4, naflatog 1, hálseitlar stækkaðir 1. Grunnavíkur-
skóli (9); Hryggskekkja 1, rachitiseinkenni á brjósti 2, naflatog 1.
Hólmavíkur og Reykjarfj. (201). Adenitis (not tbc.) 46, hypertrophia
tonsillarum 26, defectio visus 18, blepharoconjunctivitis 13, vegetatio
adenoidea 2, pes planus 2, vestigia rachitidis 3, adipositas 2, enuresis
1, anaemia 2, scoliosis 5 (á lágu stigi), strabismus 3, ichtyosis pedis 3,
thyreoidismus 1, scapulae alatae 3, kryptorchismus duplex 1, asthma
bronchiale 2. Heilsufar og' útlit barna yfirleitt gott. Óþrif fara minnk-
andi, en tannskemmdir virðast aukast. Lúshreinsun var framkvæmd
í barnaskólanum á Hólmavík. Var tekið ærið misjafnlega upp.
Ástandið þó nokkru skárra á eftir.
Miðfj. (156). Heilsufar skólabarna gott. Tannskemmdir algengasti
kvillinn. Lús og nit fer lítið minnkandi. Engu barni meinuð slcólavist.
Blönduós (200). Heilsufar barnanna yfirleitt gott; engin með virka
berldaveiki, að því er séð varð, en 5 hafa áður haft hilusbólgu. Sjón-
gallar, bæði nærsýni og sjónskekkja, eru algengir, eða í 24% barn-
anna, að vísu hjá sumum aðeins á öðru auga. Aðrir kvillar voru
rifjaskekkjur 8, hryggskekkja 4, kúpubak 1, kokeitlaauki 9, kirtla-
þroti 5, hvarmabólga 4, blóðleysi 1. Um 4. hvert barn var líkamsgalla-
laust.
Sauðárkróks (301). Eitlaþroti (oftast á lágu stigi) 234, kirtilauki
í koki (einnig flest á lágu stigi) 103, sjóngalli (oftast létt myopia) 54,
heyrnardeyfa 4, otitis 3, blepharitis 3, strabismus 2, urticaria 2,
scoliosis 2, anaemia 1, trichophytia 1, ichtyosis 1, kyphosis 1, eczema
1, enuresis 1, keratoconjunctivitis eczematosa 1.
Hofsós (122). Algengustu kvillar skólabarna eru lús, tannskemmdir
og eitlaþroti. Það gengur hægt að útrýma lúsinni, en þó má segja, að
nokkuð vinnist ár frá ári.
Svarfdæla (217). Heilbrigði góð í skólunum í haust og vetur. 1
drengur í smábarnaskóla fékk hilitis og langvarandi hita, var Moro -f-.
Skólaskoðun er lærdómsríkt embættisverk. Sé hún framkvæmd vel og
samvizkusamlega, er hún i rauninni snotur þverskurður af fólkinu,
sem byggir landið.
Ölafsfj. (138). Lítinn eitlaþrota höfðu 53, hypertrophia tonsillaris
24, vegetationes adenoideae 2, scoliosis 9, albinotismus 1, obesitas 1,
genu valgum 1, vestigia rachitidis 18, impressio eftir fract. ossis frontis
complicata 1, defectus visus 7. Meðalhæðarauki í 1 ár reyndist svip-
aður og áður, eða 5,3 sm. Meðalþyngdarauki á sama tíma var 3,1
kg. Yfirleitt voru börnin hressilegri nú í byrjun skólaárs en að jafn-
aði áður, og getur tvennt átt sinn þátt i því: Hið sólríka sumar og ekki
síður það, að uppstokkun og bciting' var hverfandi móts við það, sem
verið hefur. Tallquist sýndi líka óvenju háan blóðrauða, eða eins og
hér segir: 60% hafði 1 barn, 65%: 1, 70%: 19, 75%: 97 og 80%: 18.
Holdafar: Gott (feit) 21, meðalhold 83, grannholda 38. Útlit: Hraust-
leg 30, í meðallagi hraustleg 58 og fölleit 50. Enda þótt börn séu föl-