Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 108
106
kostnaðarauki að minnkun á ekki stærra húsi um heila 57 in3).
Sjúkrastofur, sem eru 3,20 X 3,6 m, eru þröngar tveggja manna stof-
ur, en væru þær 3,20 X 4,0 m, væru þær vistlegar og með nægilegu
loftrými. Ljósastofan er 3,5 X 3,0 m. Það komast engin tæki í þessa
stofu, og hvergi er pláss fyrir röntgentæki. Apótekið er 2,7 X 1.7 m,
eins og búrkitra. Það er ekki hægt að hafa apótek í slíku húsnæði.
Loftræsting er engin í húsinu, livergi aðstaða til sótthreinsunar eða
þrifa á líni eða áhöldum skýlisins, og fleira er athugavert. (Stundum
virðist svo sem læknar ættu að vera húsameistarar, en á móti því
vegur það, sem við kann að bera, að húsameisturum finnist, að þeir
gætu komið í stað lækna!).
Isaff. Aðsókn að sjúkrahúsinu í meðallagi, en minna um aðgerðir
en áður. Hagur sjúkrahússins er slæmur vegna aukins rekstrarkostn-
aðar, en of lágra daggjalda, sérstaklega ríkisframfærslusjúklinga,
en þeir eru margir og meiri parturinn utan héraðs. (Aths.: Rekstrar-
kostnaður sjúkrahússins á legudag nain kr. 27,18. Það bar úr býtum
úr ríkissjóði kr. 27,12 á hvern legudag ríkisframfærslusjúklings. Með
tilliti til þess, að vist ríkisframfærslusjúklinga hlýtur til uppjafnaðar
að vera miklum mun ódýrari en vist annarra sjúklinga (handlækn-
ingasjúklinga), er síður en svo, að sjúkrahúsið hafi beðið halla af
viðskiptum við ríkissjóð. Hins vegar er rekstur sjúkrahússins með
fádæmum dýr. Til samanburðar má geta þess, að á þessu sama ári
nam sjúkrakostnaður Kleppsspítala kr. 20,39 á legudag', Vífilsstaða
kr. 25,63 og Sjúkrahúss Akureyrar kr. 22,77, en það er um stærð og
annað algerlega sambærilegt við Sjúkrahús ísafjarðar. Til dæmis um
óhagstæðan sjúkrahúsrekstur á ísafirði sainan borið við Akureyi-i,
er það, að á þessu ári nam halli sjúkrahúsanna, áður en rekstrar-
styrkur úr ríkissjóði kom til, á Akureyri kr. 1,72 á legudag, eða sam-
lals kr. 34690,19, en á ísafirði kr. 7,86 á legudag', eða samtals kr.
135478,71, eða meira en 100 þúsund króna munur á rekstrarhalla jafn-
stórra sjúkrahúsa. Er hér áreiðanlega fleira, sem athugunar þarf, en
viðskipti við ríkissjóð, sem vissulega eru sjúkrahúsinu næsta hag-
stæð).
Ögur. Sjúkraskýlið í Ögri ekkert starfrækt á árinu.
Hólmavíkur. Sjúkraskýlið rekið með sama hætti og' undanfarið.
Miðff. Aðsókn að sjúkrahúsinu lík og undanfarið.
Blönduós. Aðsókn að sjúkrahúsinu var með meira móti. Rekið með
sama hætti og síðasta ár, og er afkoma þess góð. Sinn þátt í því átti
það auðvitað, að þegar engin ráðskona fékkst, neyddist kona mín til
að bæta á sig matreiðslunni, og seldum við fæðið fyrir kr. 6,60 á dag,
en ég geri ekki ráð fyrir, að sá kostnaðarliður hefði orðið lægri nokk-
urs staðar við aðra sambærilega stofnun. Starfskraftar sjúkrahúss-
ins eru orðnir allsendis ófullnægjandi, því að hér er aðeins 1 hjúkr-
unarkona án annarrar hjálpar en þeirrar, sein þvottakonan lætur i
té, og vökukona, þegar vaka þarf. Hjúkrunarkonan er því svo störfum
hlaðin, að ekki er hægt að taka alla þá sjúklinga, sem þörf er á, og
maður er í vandræðuin með hjúkrunarkrafta, þegar hjúkrunarkonan
tekur sumarorlof sitt.
Sauðárkróks. Sjúklingar í sjúkrahúsi voru nokkru fleiri en undan-