Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 195
193
nefnd Hómavíkur um burtflutning á sorpi og skrani, sem þorpsbúar
höfðu hreinsað af lóðum sínum.
Blönduós. Heilbrigðisnefndir á Blönduósi og í Höfðakaupstað
störfuðu eins og vanalega og létu fram fara vorhreinsun á lóðum og
óbyggðum svæðum. Einnig höfðu þær nokkurt eftirlit með niður-
skipun nýrra húsa, því að byggingarnefndir eru engar. Enn hefur
ekki tekizt að fá skipulagsuppdrætti af þorpunum sökum liins dæma-
lausa draugsháttar, sem er á allri framkvæmd þeirra mála.
Sauðárkróks. Heilbrigðisnefnd starfaði svipað og áður. Erfitt að
koma á nægilegum þrifnaði utan húss, enda virðist fólk vanta smekk
fyrir slíkt.
Ólafsfi. Lítið starf liggur eftir nefndina. Einstöku sinnum berast
henni kvartanir og kærur, og reynir hún þá að bæta úr.
Akureyrar. Heilbrigðisnefnd lagði á árinu fyrir bæjarstjórn upp-
kast að nýrri heilbrigðissamþykkt fyrir bæinn, og var hún algerlega
sniðin eftir heilbrigðissamþykktaruppkasti því, sem samið hefur verið
fyrir Reykjavík. Uppkast þetta kom svo fyrir bæjarstjórn og var rætt
þar á einum fundi, en síðan fengið bæjarfulltrúunum, svo að þeir
gætu áttað sig betur á því, áður en það kæmi til annarrar umræðu
og endanlegrar afgreiðslu frá hendi bæjarstjórnar, en ekki hefur það
verið tekið á dagskrá aftur. Héraðslæknir og heilbrigðisfulltrúi skoð-
uðu á þessu ári, eins og þeir hafa gert á undanförnum árum, allar
verksmiðjur og iðnfyrirtæki bæjarins einu sinni til tvisvar sinnum
á árinu, og reyndist nú eins og áður ýmsu ábóta vant, en þó mikið
verið lagfært af því, sem athugavert var við fyrri skoðanir. Litið hefur
áunnizt í þvi að fá sorpílátum bæjarins komið í sæmilegt horf, enda
býst ég ekki við, að slíkt muni takast, öðru vísi en bærinn sjálfur
kaupi ílátin og Ieggi mönnum þau til gegn einhverju vissu gjaldi.
1942 var samið við blikksmiðju hér í bænurn um smíði á ca. 300 vel
gerðum sorpílátum, sem kostuðu um kr. 100,00 stykkið, en reynslan
varð sú, að ekki tókst að selja nema rösklega 100 ílát, og voru hin
því aldrei smíðuð. Þá hafa einnig héraðslæknir og heilbrigðisfulltrúi
litið eftir umgengni og hirðingu í kringum hús manna, eftir ])ví sem
þeir hafa getað komizt yfir, og hefur oft reynzt erfitt að fá menn til
að flytja burtu mykjuhauga og annan óþrifnað, sem þeir hafa haft
rétt við hús sín. Hefur jafnvel stundum orðið að grípa til þess ráðs
að kippa þessu burt á kostnað eigendanna. 2 fisksölubúðir eru hér
í bænum, og er útbúnaður þeirra ekki að neinu leyti í samræmi við
það, sem heimta ber um útbúnað slíkra búða, en eigendurnir hafa
tjáð mér, að þeir geti ekki lagt í svo mikinn kostnað, sem af því mundi
leiða að gera búðirnar þannig úr garði, að þær svari fyllilega kröfum
timans, á meðan leyfð er f'rjáls torgsala á fiskinum, því að flestir
kaupa fisk sinn á torginu, þegar þar er fiskur á boðstólum, en fara
aðeins í fiskbúðirnar, þegar illviðri og ógæftir eru, svo að ekki verður
róið og enginn fiskur þar af leiðandi til sölu á torginu. Ég hef tekið
þetta sem góða og gilda afsökun og ekki viljað leggja til, að búðum
þessum yrði lokað, þar eð ég álit, að það mundi verða til mikilla
óþæginda fyrir bæjarbúa, og svo er á hitt að líta, að matur sá, er þær
selja, er bæði verkaður og soðinn, áður en hans er neytt. Ég tel ekki,
25