Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 179
177
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Áfengisnautn niildl og vaxandi í kaupstöðum og fjölbýli, en gætir
ekki daglega i sveitum. En einnig í sveitum eru skemmtanir sjaldn-
ast haldnar svo, að þær verði ekki siðlausar af hóflausum drykkju-
skap.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Kveður allmikið að áfengisnautn á skemmtunum, og
mun svo varla haldin skemmtun, að þar séu ekki fleiri eða færri
ölvaðir. Þess utan kveður litið að drykkjuskap.
Borgarfi. Um áfengisnautn hið sama að segja og áður. Hennar
verður ekki vart nema á skemmtisamkomum, en þar eru allmikil
brögð að henni. Heimabrugg heyrist ekki nefnt.
Borgarnes. Afengis er mikið neytt, sérstaklega í sambandi við al-
mennar samkomur, og verður þá oft um of. Mikill siður að halda há-
líðleg afmæli ineð drykkju. Kaffi mikið notað og tóbak, sérstaklega
vindlingar.
ólafsvíkur.' Áfengis neytt verulega, einkum af yngri mönnum.
Kaffi drukkið, eftir því sem skömmtun frekast leyfir. Tóbaksnotkun,
aðallega vindlinga, allmikil.
Dala. Áfengisnautn ekki teljandi að jafnaði, en eitthvað mun hafa
borið á ölvun á samkomum, einkum í sumar.
Regkhóla. Kaffi drukkið allmikið og tóbak almennt notað, aðal-
lega neftóbak og reyktóbak, og vindlingareykingar munu færast nokk-
uð í vöxt meðal yngra fólks, en þó ekki í stórurn stil ennþá. Áfengi
mun lítið um hönd haft.
Flategrar. Áfengisnautn er lítil, og tóbaksnautn virðist fara heldur
minnkandi. Kaffi er drukkið daglega, en í hófi af flestum.
Hóls. Drykkjuskapur ekki eins áberandi og áður, en tóbaks- og
kaffinautn hin sama. Góðtemplarareglan hefur færzt hér í aukana og
fengið nýja krafta. Má sennilega þakka henni eitthvað þessa breyt-
ingu með drykkjuskapinn.
ísafi. Ástandið í áfengismálunum fer hér stöðugt versnandi. Auk
tækifærisdrykkjumanna, sem oft spilla hér samkomum, munu vera
um 10 meira eða minna króniskir drykkjumenn í bænum. Góðtempl-
arar vinna hér mikið og þarft verk, en betur má, ef duga skal. Lík-
lega er algert bann eina lausnin.
Hólmavikur. Kaffi og tóbaksnautn svipuð og áður, en meira er
keypt af áfengi, síðan auðveldara varð að ná i það.
Blönduós. Áfengisnautn mun hafa aukizt á hernámsárunum, eink-
um meðal yngri kynslóðarinnar, og ber talsvert á því á samkomum
þeim, sem mjög eru sóttar og sífellt eru haldnar, einkum á sumrin.
Ekki er lengur bruggað i þessu héraði, að heitið geti. Veldur því hæði
sykurleysi og öllu fremur þó það, að menn hafa ráð á að afla sér dýr-
ara áfengis. Vindlingareykingar mega heita mjög almennar.
Sauðárkróks. Áfengisneyzla er alltaf nokkur. Ber helzt á ölvun á
samkomum, bæði í kauptúninu og sveitinni.
ólafsfi. Áfengisnautn ineð minnsta móti.
Akureyrar. Tiltölulega mikið um áfengis-, kaffi- og tóbaksnautn,
23