Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 59
57
Ólafsfj. Auk farsótta ber mest á tannsjúkdómum. Tannsjúklingar
voru 106, og voru dregnar út 183 tennur. Þar næst kemur svo tauga-
veiklun, vöðva- og taugagigt, einnig blóðleysi og meltingarsjúkdómar.
Akureyrar. Af kvillum þeim, sem læknar verða mest varir við dag-
lega, er gigtin, bæði vöðva- og taugagigt, langsamlega algengust. Einn-
ig kemur mikið af sjúklingum, sem kvarta um taugaslappleika og
almennan slappleika, og sömuleiðis eru alls konar meltingarkvillar
afar algengir og að mér finnst miklu algengari hér en gerist í Danmörku.
Höfðahverfis. Algengustu kvillar aðrir en farsóttir: Tannskemmdir
34, tauga- og vöðvagigt 22, taugagigt 16, gigt í liðum 13, blóðleysi 20,
taugaslappleiki 15, urticaria 17, eczema 10, kossageit 11, eitlabólga 9.
Þistilfj. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, kvef og slys. Hið
fyrst nefnda virðist þó fara minnkandi vegna bætts mataræðis.
Seyðisfj. Ég býst við, að flestir sjúklingar leiti læknis vegna kvefs,
sem sífellt gengur, þá eru tannskemmdir, slappleiki og taugaveiklun,
gigt í ýmsum myndum. Meltingartruflanir eru ekki óalgengar, og
achylia ótrúlega tíð.
Norðfj. Tíðustu sjúkdómar, utan kvefs og annarra farsótta, voru:
taugakvillar 55, maga- og þarma 43, smábólgur 36, húðkvillar 47,
gigtarsjúkdómar 50.
Fáskrúðsfj. Algengustu kvillar, auk farsótta, tannskemmdir,
taugaveiklun, húðsjúkdómar og ýmiss konar gigtarsjúkdómar.
Berufj. Algengustu kvillar tannskemmdir, kvef, smáígerðir, ýmis
smámeiðsli og gigt.
Síðu. Mest ber á tannskemmdum, meltingarkvillum, „gigt“ og
taugaveiklun.
Vestmannaeyja. Tannskemmdir, taugaveiklun, gigtarverkir, blóð-
leysi og ofjmeyla húsmæðra vegna ónógrar heimilishjálpar við hús-
störfin eru algengustu kvillar hér.
Rangár. Algengustu kvillar, auk farsótta og tannskemmda, eru
gigt alls konar (bæði vöðva og tauga), taugaveiklun í kvenfólki, blóð-
leysi og alls konar húðsjúkdómar (eczema), sem mér virðist alltaf vera
að fara í vöxt.
Grímsnes. Gigtarsjúkdómar mjög algengir.
2. Amenorrhoea functionaJis.
Dala. 36 ára gömul, dálítið taugaveikluð ógipt ráðskona hjá bónda
einum hafði ekki liaft tíðir frá 25. janúar til septemberloka 1944. Hún
sjálf og húsbóndi hennar töldu sér trú um, að hún væri þunguð. Um
mánaðamótin júní og jiilí þóttist hún finna fósturhreyfingar og síðan
öðru liverju úr því. En er kom fram í september og sá tími nálgaðist,
er hún bjóst við að verða léttari, án þess að hrin væri þó nokkuð
gildari en ella eða önnur einkenni þungunar en tíðateppan væru fyrir
hendi, var ég beðinn að athuga konuna, og kom þá í Ijós, að hún
hvorki var né hafði verið þunguð, heldur var þetta ímyndun ein.
3. Anaemia perniciosa.
Blönduós. Þann sjúkdóm fékk miðaldra bóndi, og verð ég að segja
sem er, að ég var ekki maður til að átta mig á því, hélt, að um krabba-
8