Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 181
179
Hesteyrar. Fólk sýnist hafa skilning á meðferð ungbarna, og eru
kvillar meðal þeirra fátíðir.
Hólmavikur. Víðast hvar allgóð. Lýsisnotkun eykst með hverju
ári. Einnig eru sumir farnir að nota „protective food“, sem fæst í
búðum.
Blönduós. Meðferð ungbarna undantekningarlítið ágæt, og hefur
áreiðanlega orðið mikil framför uin mataræði þeirra, frá þvi sem
áður var.
Sauðárlaóks. Má víst teljast góð. Flestar konur hafa börn sín
á brjósti, en mun þó hætta til að taka þau of snemma af.
Ólafsff. Alltaf sannfærist ég betur um jiað, að næstum hvert einasta
barn hér er svipt brjóstamjólkinni, nokkru eftir að konur stíga á
fætur úr sængurlegunni. Ég hef verið tíður gestur á heimilum í las-
leikatilfellum brjóstbarna og alltaf séð pelann á lofti. Öðrum galla
hef ég veitt athygli við aðbúð ungbarna, og hann er sá, að allt of
heitt er haft á börnunum. Fyrst eru þau dúðuð i ullarfötum ásamt
öðrum klæðnaði, svo þykk sæng ofan á, og loks eru vöggurnar hafðar
sem næst eldstæðum, þar sem er 20—30° hiti.
Akureyrar. Meðferð ungbarna virðist vera góð, og Iangflest þeirra
eru höfð á brjósti lengri eða skemmri tíma eftir fæðinguna. Mikið er
beðið um bækling, sem landlæknisskrifstofan liefur gefið út til leið-
beiningar um meðferð ungbarna, og hygg ég hann koma víða að góð-
um notum.
Höfðahverfis. Flestar konur leggja börn sín á brjóst, og er meðferð
þeirra góð. Fá þau flest lýsi snemma, og er heilsufar þeirra yfirleitt
gott. Lítið ber á heinkröm.
Vopnaff. Flest börn lögð á brjóst. Hirðing þeirra virðist mér muni
vera mjög góð yfirleitt. Kvillar í ungbörnum eru fátíðir, aðrir en
meltingarkvillar, og þá oftast meinlitlir. Þrif og þroski ungbarna i
góðu lagi.
Seyðisff. Meðferð ungbarna yfirleitt góð hér.
Beruff. Meðferð ungbarna virðist sæmileg, og ekki ber á því, að
læknir sé mikið sóttur til ungbarna.
Vestmannaeyja. Aldrei nógu mörg börn á brjósti.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Áhugi er hér allmikill og almennur fyrir líkamsæfing-
um og íþróttum. Síðan leikfimishús barnaskólans var reist, hefur
það verið notað mikið af ýmsum leikfimiflokkum. Meðal annars hafa
húsmæður verið i flokki, bæði i fyrra vetur og nú í vetur. Af íþrótt-
um er einkum lögð stund á knattspyrnu, og hafa íþróttafélögin byrjað
að reisa íþróttahús á árinu. Er það mikið lnis og unnið að því að
miklu leyti í sjálfboðavinnu. Sundlaug sú, Bjarnalaug, sem getið var
um í fyrra árs skýrslu, var fullgerð á árinu og vígð 4. júní. Stærðin
er 12,5 X 6,75 m, en dýpt 90 sm upp í 2 m. Laugarhúsið er við annan
enda hennar, en háir veggir í kringum hana á 3 vegu. Vatnið er urn
20° heitt.