Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 129
127
árin hefur of't verið tilfinnanlegur mjólkurskortur í bænum, sérstak-
lega seinna part sumars og fram á haust, og er þar aðallega um að
kenna hinni miklu óáran í kúm. í Loðmundarfirði og eins í hreppn-
um hygg' ég vera nóga mjólk.
Norðfi. Fólkið gengur þokkalega til fara, er það býr sig upp á.
Aftur eru vinnufötin bæði ljót og oft ótrúlega skitin. Virðast menn
telja það skyldu sína að vera sem óhreinastir við ýmis störf. Taka
má vélamenn til dæmis. Kemur tæplega fyrir, að sjáist maður við
þau störf, sem ekki er útataður. Augsýnilegt er, hver áhrif þetta hefur
á starfræksluna: Allar vélar vanræktar, látnar ryðga og grotna niður,
því að af engum vélarhluta er strokið og enginn varinn hirðuleysis-
skemmdum. Enda eru vélarnar fljótar að láta á sjá. Matur batnar
að sumu leyti smátt og smátt. Góður og' vel hirtur fiskur fæst í hrað-
frystihúsinu. Mjólkurmeðferð batnar, þó að hægt fari og langt sé í
land — of langt.
Berufi. Fatnaður yfirleitt sæmilegur. Ullarföt töluvert notuð, eink-
um í sveitunum, Annars virðist sem slcortur sé á, að fólk búi sig eftir
árstíðum, einkum kvenfólk og' börn. Gúmskór mikið notaðir, en ekki
eru þeir heppilegir fyrir þá, sem þurfa mikið að ganga, og eru sumir
farnir að taka upp að nýju hina gömlu, íslenzku leðurskó og segja,
að þeir dugi miklu betur og séu þar að auki ódýrari. Viðurværi manna
er sæmilegt, en þó er oft mikill skortur á nýmeti i sveitunum. Börn-
um er víða gefið lýsi.
Siðu. Heimaunnin nærföt talsvert notuð að vetrarlagi, en lítið er
um góð hlífðarföt. Grænmetisneyzla vex lítið. Mörgum finnst dund
að rækta það og Júxus að eta það. Á Kirkjubæjarklaustri, í miðju
héraðsins, er starfrækt ágætt frystihús. Kjötið, sem menn kaupa þar,
er 80 aurum ódýrara hvert kg en þegar menn leggja það inn. Samt er
frvst kjöt nærri óþekkt fyrirbrigði á borðum manna, fyrr en árs-
gamalt saltkjöt eða hangikjöt er þrotið. Ekki dettur mönnum heldur
í hug að salta kjötið oftar, en minna í einu.
Vestmannaeijja. Engum nýjungum að fagna í þessum efnum.
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Læknum ber ætíð vel saman um ýmiss konar vanbúnað við fram-
leiðslu og dreifingu mjólkur. Þó að mjólkurneyzla í lieild hljóti að
aukast til verulegra muna, búa inörg kauptún í landinu við meira
eða minna mjólkurhungur, og eru eftirtektarverð ummæli héraðs-
læknisins á ísafirði, er hann víkur að því, að haldið er uppi með opin-
berum styrkjum á næstu grösum við mjólkurþurfandi kaupstaði sauð-
fjárbúskap á jörðum, sem miklu betur eru hæfar til mjólkurfram-
leiðslu. Tólfunum kastar um meðferð mjólkur, þar sem svo háttar
um hana sem í Keflavík, að safnað er saman mjólk frá 30—40 mis-
jafnlega þrifalegum heimilum, öllu hellt í eitt trog og síðan dreift í
lítra- og pelatali um hinn fjölmenna kaupstað. Mun héraðslækn-
irinn i Keflavík reyndar hafa stöðvað þann ósóma. Héraðslæknirinn
í Reykjavík metur auðsjáanlega tryggilega gerilsneyðinu almennrar
sölumjólkur um fram allar aðrar ráðstafanir til tryggingar heilnæmi