Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 30
28
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúklingafiöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl......... „ 16 1 1 „ 1 197 5034 601 13
riánir ....... „ „ „ „ „ „ „ 1
Hettusóttarfaraldurnn mikli, sem gengið hafði yfir landið síðustu
3—4 árin, virtist loks deyja út á miðju þessu ári. Var hvergi um telj-
anlegan faraldur að ræða nema litils háttar í Þistilfjarðarhéraði.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Aðeins 1 tilfelli skrásett i janúar. Sennilega allra síðustu
leifar faraldursins 1941—1943.
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12- —13.
Sjúklingafiöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl.i) . . . . 905 548 670 417 686 377 1186 1427 808 846
— 1 2) . . 194 151 233 220 289 191 517 550 346 307
Dánir . . . . .. 101 102 117 114 124 91 109 99 67 70
Lungnabólga svipað tíð sein á síðast liðnu ári. Þó kvað miklu minna
að henni en 2 árin fyrirfarandi (1941 og 1942), en samt í meira lagi,
eftir því sem áður gerðist. Úr kveflungnabólgu og' lungnabólgu
óákveðinnar tegundar dóu nú 7,4%, en úr taksótt 2,3% og sanian lagt
6,1% skráðra sjúklinga. Eru það heldur óhagstæðari hlutföll en á
síðast liðnu ári, og fer því enn fjarri, að svo hatti í reyndinni fyrir
um lungnabólgudauðann, er samsvari þvi, sem látið er af lækninga-
mætti hinna nvju lyfja.
1. Um kveflungnabólgu:
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Talsvert mikið kvað að kveflungnabólgu á árinu, einkum þó í
sambandi við síðara kveffaraldurinn í lok ársins.
Borgarfi. Stakk sér niður flesta mánuði ársins. 1 ungbarn dó, veiklað
frá fæðingu (morbus coeruleus). Annað barn, 6 mánaða, var mjög
hætt komið. Súlfadíazín í stórum skömmtum hafði engin áhrif, en
penicillín bjargaði að lokum, eftir að margar sprautur höfðu verið
gefnar. Mikil framför er að þvi að fá súlfadíazín í stað súlfapýri-
díns. Eiturverkanir koma varla fyrir, og þá er ekki síður fengur að
„undralyfinu" penicillíni, þó að erfitt sé að koma við notkun þess i
heimahúsum.
Borgarnes. Dreifð tilfelli allt árið.
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.