Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 46
44
og skoðaði marga sjúklinga, bæði hér á Patreksfirði og í Tálknafirði.
Gerð hafði verið Pirquetrannsókn á öllum ungbörnum, sem til náðist,
til að leita að áður óþekktum smithreiðrum, og svo var öllu grunsömu
fólk smalað saman til skoðunar. 1 nýr berklasjúklingur fannst.
Bíldudals. 2 sjúklingar með pleuritis exsudativa. Annars ber ekki
á berklum í héraðinu.
Þingeyrar. Aðeins 1 sjúklingur hefur komið í dagsljósið. Er það 10
ára telpa. Var P -4- við skólaskoðun 1943 um haustið. í nóvember
veiktist hún af hilitis tuberculosa. Tók legu í heimahúsum. Er síðan
alhraust og tekin af skrá. Hvar hún hefur smitazt, er með öllu óljóst.
Á heimilinu er aðeins uppeldisfaðir og dóttir hans. Fannst ekkert at-
hugavert við þau, enda jafnan verið hraust. Sonur húsbóndans hefur
dvalizt á Vífilsstöðum í mörg ár. Um smitun frá honum gat ekki
verið að ræða, þar sem hann kom ekki heim á því tímabili, sem hér
um ræðir. Smitun í skólanum er útilokuð. Farskólinn i Auð-
kúluhreppi : Þar reyndust nú 4 P -f- og 13 P h-, eða 23,6%. Síð-
asta ár var þar enginn jákvæður. Ástæðan er þessi: Síðast liðið vor
fluttust ung lijón úr Reykjavík að Dynjanda í Arnarfjarðarbotni.
Ungbarn, sem þau áttu, veiktist með meningitiseinkenni. Þau fara
til Reykjavikur. Þar deyr barnið, en móðirin reyndist smitandi berkla-
sjúklingur. Smitaði hún í tveggja mánaða dvöl 2 börn á Dynjanda og
önnur 2 á Borg, næsta bæ. F a r s k ó 1 i n n í K e 1 d u d a 1: Þar reynd-
ust 2 nemendur P -f og 9 P -h, eða 18,2%. Hinir 2 smituðu fluttust
á árinu úr Reykjavík til Keldudals. Farsltólinn í Haukadal:
2 P +, en 15 P -í-, eða 11,8%. Barnaskó 1 inn á Þi n geyri : 7 +,
en 41 P -4-, eða 14,6%. Síðasta haust voru 6 P +. Hefur því 1 bætzt
við. Er það 13 ára telpa, sem hefur verið hér til dvalar í vetur, austan
af Langanesi. Hefur hiín dvalizt hér í vetur hjá systur sinni og notið
Ijóslækninga á sjúkrahúsinu vegna adenitis tbc. colli. Farskólinn
a ð N ú p i: 6 nemendur, allir P -4-. Farskólinn að Lambahlaði:
13 nemendur, allir P -4-. Farskólinn á Brekku: 7 nemendur,
allir P-4-. Farskólinn á Hofi: 5 nemendur, allir P Útkoman í
öllu héraðinu verður því þessi: Ar 124 nemendum eru 15 P +, en 109
P -4-, eða 10,8% smitaðir. Er það talsvert hærra en við síðustu prófun,
árið áður. Stafar það af innflutningi 7 smitaðra barna á árinu. Séu þau
ekki reiknuð með, verður úkoman 6,8%.
Flateyrar. Þegar ég kom hingað í héraðið, var augljóst, að berkla-
faraldur var upp kominn í Súgandafirði. Mikinn hluta sýkingarinnar
mátti rekja til M. S-dóttur, sem þar hafði legið marga mánuði með
lungnatæringu og dó, skömmu eftir að ég kom hingað. Eru nú 4 sjúkling-
ar komnir á hæli með smitandi berklaveiki, og hafa 3 þeirra sýkzt af
henni. Á síðast liðnu sumri kom berklayfirlæknirinn hingað í rann-
sóknarför. Fyrir komu hans voru öll hörn í héraðinu 1—13 ára berkla-
prófuð. Síðan var öllum stefnt til gegnlýsingar af þeim heimilum,
þar sem jákvæð börn fundust, og enn fremur öllum á heimilum
þeirra, sem áður höfðu verið berklaveikir, og i Súgandafirði var öll-
um stefnt tiJ gegnlýsingar nema neikvæðum Lörnum. Var þessari
rannsókn yfirleitt vel tekið, og mættu allir, sem til voru kvaddir,
nema karlæg gamalmenni og ein skipshöfn úr Súgandafirði, sem var