Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 106
104
Patreksfí. Ljósmæður störfuðu í öllurn umdæmum nema Rauða-
sandsumdæmi, en þar gegndi ljósmóðir lir Viknaumdæmi, eins og und-
anfarin ár.
Flateijrar. Heilbrigðisstarfsmenn hinir sömu og verið hafa að und-
anförnu. Þó lét einn hundahreinsari af embætti, og hefur enginn
fengizt til að taka við því. Mun sennilega ekki annað úrræði en farga
hundunum, enda brotaminnst.
Hólmavílcur. Ljósmóðurvandræði verða verri og verri með ári
hverju. Hér í kauptúninu sitja 3 fyrrverandi Ijósmæður, en þær fást
ekki til að fara út fyrir takmörk þorpsins, hvað sem i boði er.
Blönduós. Vanhöld vilja verða á Ijósmæðrum hér sem víðar. Engin
ljósmóðir hefur fengizt í Nesjaumdæmi, og liggur það því undir Skaga-
strandarumdæmi, né í Engihlíðarumdæmi, sem hefur verið lagt til
Blönduóss. Eru engar líkur til, að á þessu verði breyting, því að bæði
þessi fyrrverandi sjálfstæðu umdæmi eru of fámenn til þess að hægt
sé að hafa þar sérstaka Ijósmóður, enda þótt vegalengdir mæltu með
því í Nesjunum. Verra var það, að á siðara hluta ársins 1943 var engin
Ijósmóðir á Blönduósi, svo að ýmist varð að sækja ljósmóður langt
fram í sveit, eða ég sjálfur að taka á móti börnunum. Úr þessu rættist
í ársbyrjun. Ljósmóðirin í Vatnsdal, sem hafði sagt af sér, fékkst með
eftirgangsmunum til að gegna áfram störfum til bráðabirgða.
Akureyrar. Á árinu fluttist Victor Gestsson, háls-, nef- og eyrna-
læknir, alfarinn héðan til Reykjavíkur. í stað hans kom hér til bæj-
arins Stefán Guðnason, áður héraðslæknir á Dalvík, og settist að sem
starfandi læknir hér og byrjaði lækningastarfsemina í nóvember
síðast liðnum.
Vestmannaeyja. Dýralæknir (ólærður) kom hingað frá Akureyri
(Gunnar Hlíðar) og er setztur hér að og starfar auk þess sem heil-
brigðisfulltrúi. Hann tók til starfa frá 1. otkóber. Kýr verða nú allar
berklaprófaðar um áramótin, og margar umbætur stendur til að fram-
kvæma á meðferð mjólkur o. fl.
Keflavíkur. Vegna ljósmæðraskorts horfir til vandræða. Ljósmæður
í 3 umdæmum ýmist hættu störfum eða fluttust burtu. Þetta bjargaðist
aðeins vegna þess, að 2 Ijósmæður voru í Iveflavík og gátu þjónað svo
að segja i allar áttir vegna hinna greiðu bílasamgangna.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVII
47 alls, eða tveimur færri en á síðast liðnu ári. Fækkað hafði um
læknisbústað og sjúkraskýli á Brekku í Fljótsdal, er brunnið hafði,
og' sjúkraskýli á Stórólfshvoli, er rifið hafði verið, en hvort tveggja
var verið að endurreisa í nýrri og fullkomnari gerð (hið fyrr nefnda
á Egilsstöðum).
Rúmafjöldi allra sjúkrahúsanna telst 1176, og koma þá 9,3 rúm
á hverja 1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 41 með samtals 705
rúmum, eða 5,5%e, og eru 11 færri en á síðast liðnu ári. Ekki er þó svo